Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Side 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Side 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2005 Um Sigurlaugu Magnúsdóttur á Stóru-Laugum Hjörtur Arnórsson á Akureyri hefur sent Frétta- hréfintt eftirfarandi upplýsingar sem ef til vill geta nýst Stefáni Friðbjarnarsyni, Gullsmára 11 Kópavogi sem óskaði eftir upplýsingum um þessa langömmu sína. Fyrirspurn í janúarblaði 2005 merkt „Aðstoð vantar" kemur mér af stað til að ljósrita blað sem ég fann hjá tengdafólki mínu. Þar er hvorki ártal né undirskrift, en grúskarar gætu borið skriftina saman við önnur skjöl komin úr Fnjóskadal eða nágrenni. Kona mín er í báðar ættir afkomandi Flugrúnar Arngrímsdóttur og ég svo afkontandi Sigurlaugar systur hennar í báðar ættir. í Mt. 1703 eru þrjár Hugrúnar í S. Þing. Og munu þær allar systkinadætur frá Hróarsstöðum í Fnjóska- dal og bera nafn einhverrar þeim nákominnar. Ef Hugrún Halldórsdóttir var til hefur hún dáið fyrir 1690 (sjá síðar), áður en hinar eldri af systkina- dætrunum voru skírðar. Hugrún Jónsdóttir á Melunt 1703, er trúlega sú sem býr á Halldórsstöðum í Laxárdal 1740 og síðan á Bimingsstöðum, sjá bókina Laxdælir, og álít ég hana ekkju Magnúsar, sem sögnum og heimildum ber saman um að væri sunnlenskur. Hann hlýtur að vera í Mt 1703 einhvers staðar sunnanlands. Sigurlaugarnafnið gæti verið úr hans ætt því það er lítið um það nyrðra í manntalinu. Arið 1708 flutti Magnús Markússon frá Laufási, þá rektor Skálholts- skóla, norður í Grenjaðarstað, þá ókvæntur, svo hann hefur varla verið með mikla búslóð. Hann gæti hafa verið með fylgdarlið og jafnvel gæti hann hafa síðar fengið til sín pilta að sunnan. Etv. eru til skrár um nemendur í Skálholti frá síðustu tíð Magnúsar rektors þar, hugsanlega er einhver Magnús þar. Skuggabjörg og Laufás eiga lönd saman og því má ætla að Hugrún frá Skuggabjörgum réðist vinnu- kona í Grenjaðarstað og næði þar í mannsefni, og presturinn hafði ráð á jarðnæði á nokkrum jörðum. Þótt gamla blaðið segi dætur Magnúsar og Hugrúnar þrjár, gefur það aðeins nafn á Sigurlaugu, aðrar hugsanlegar dætur þeirra eru Kristín, fermd 18 vetra 1747 að Þverá í Laxárdal og Steinunn sem giftist 30. júní 1767 Þorgrími Finnbogasyni (kirkjubók Grenjaðarstaðar). Espólín telur á bls. 5545 upp börn Halldórs á Hróastöðum og nefnir þar Hugrúnu, en ruglar henni saman við alnöfnu, f. 1787, sjá Svalbarðsstrandar- bók, 233. gr. I fyrirspurninni kemur fram að Sigurlaug Magnúsdóttir deyr 1762. í bændatali það ár sést að hún er 40 ára og þá á lífi, en hvaðan er það komið að hún hafi dáið á því ári? I fardögunr 1769 er Magnús sonur Hallberu mállausu hálfs árs (skírður 19. 9. 1768) á Lómatjörn, án móður sinnar. Þar er einnig áttræð ekkja, Hallbera Pétursdóttir. Hún var 12 ára ómagi á Hálshreppi 1703 og gæti tímans vegna verið amma nöfnu sinnar. ÚrLaufás kirkjubók 1780: „Að kvöldi þess 13. ágúst fæddi Hallbera Arnadóttir mállausa barn á Skuggabjargarhlaði sem Skúli Olafsson frá Þverá skírði skemmri skím með Guðrúnamafni og deyði á Þverá að kvöldi þess 14. ágúst.“ „20. ágúst grafin Guðrún Hallberudóttir ungbarn frá Þverá.“ Hér fer á eftir bréf það er Hjörtur Amórsson fann í fórum tengdafólks síns: Halldór á Hróarsstöðum var mjög kynsæll maður, hann átti fjölda barna, eitt þeirra var Brotefa Halldórsdóttir. Hún átti Jón Eiríksson á Skugga- björgum. Fyrsta barn Jóns og Brotefu: Flóvent, faðir Vigdísar móður Olafs sem var í Uppibæ, föður Þorsteins þar, sem var maður Sesselíu Davíðsdóttur. Vóru það foreldrar Vigdísar konu Elíasar í Vík og Sessilíu konu Hallgríms einhenta. Annað barn Jóns og Brotefu: Þuríður, kona Jóns Sigurðssonar á Draflastöðunr. Þeirra sonur var Indriði á Sigríðarstöðum, hann var faðir Jóns Indriðasonar er átti Hugrúnu. Þau bjuggu á Víði- völlunr. B. þ: 1. Indriði faðir Jónatans í Leifshúsunr, 2. Sigurlaug móðir Bjargar í Tungu. 3. Sigurður í Brekku í Kaupangssveit, faðir Sigurbjargar á Vetur- liðastöðum og allra þeirra systkina. 4. Amgrímur á Víðivöllum. Hans kona Margrét Jónsdóttir, þeirra dóttir Jórunn á Vatnsleysu, kona Jóns Jónssonar. Þeirra böm: Arngrímur og Halldóra. 5. Kristín. Hennar fyrri maður Olafur á Skuggabjörgum. Þeirra börn: Jón gamli Olafsson, hans kona Guðný Indriðadóttir. Systir Jóns var Aðalbjörg Ólafsdóttir kona Ólafs Jónssonar á Stokkahlöðum. Þ. b. Jón á Einarsstöðum í Reykjadal og Kristín í Flögu. 6. Hugrún, kona Einars Jónssonar, bjuggu á Hall- gilsstöðum. Þriðja barn Jóns og Brotefu á Skuggabjörgum var Steinunn móðir Jóns Sigurðssonar föður Steinunnar konu Guðmundar í Ystuvík. Þeirra synir: Jón eldri í Kolgerði og Jón yngri í Ystuvík. Framhald á hls. 17 http://www.vortex.is/aett 12 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.