Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Síða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Síða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2007 Kristín Jónsdóttir frá Vésteinsholti í Haukadal: Arfur kynslóðanna Hinn 23. júní 1906, eða fyrir sléttum 100 árum, fæddist hjónunum Kristínu Aðalsteinsdóttur og Guðmundi Guðmundssyni, sem voru bændur í Hrauni í Keldudal í Dýrafirði, sonur. Þetta var Jón Guðmundsson faðir minn, síðar bóndi á Vésteinsholti í Haukadal. I Hrauni var þá margbýlt en þau áttu heima í Fremribænum, sem kallaður var. Afi Guðmundur var frá Dröngum, sonur Guðmundar Jústssonar, sterkasta manns á Vestfjörð- um á sinni tíð, og Sigurborgar Ebenesardóttur. Þegar hann drukknaði á Síldinni, rétt fram af Keldudal, frá 12 börnum var fjölskyldunni sundrað. Börnin send ýmist til vina eða vandalausra og sagði amma Kristín, eins og við systkinin höfum alltaf kallað hana, til aðgreinar frá móðurömmu okkar Elínborgu, að þótt erfitt hefði verið að missa manninn þá hefði verið enn erfiðara að slíta frá sér börnin. Pabbi hét í höfuðið á Jóni Jónssyni skipstjóra á Vésteinsholti í Haukadal, sem kvæntur var ömmusystur hans í föðurætt. Jón og kona hans, Guðmunda Kristjánsdóttir, voru bamlaus en tóku nú pabba í fóstur 5 ára gamlan. Hann naut þó elskulegrar fóstru sinnar stutt, hún dó ári síðar, en pabbi var svo heppinn að amma Kristín réðst þá sem ráðskona til Jóns með yngsta bamið, Friðgeir, sem hún hafði haldið þegar ógæfan dundi yfir. Stuttu síðar barði sorgin enn að dyrum í lífi hennar þegar hún missti hann úr kíghósta. Ættarkirkja í tilefni af 100 ára ártíð pabba héldum við afkomendur hans ættarmót vestur í Dýrafirði í sumar. Þeir sem vettlingi gátu valdið flykktust vestur. Einn af þeim var Höskuldur sonur minn og fjölskylda hans en þau búa í London. Ætlunin var að skíra yngri son hans á afmælisdegi pabba. Miklar vangaveltur voru um hvort skíra ætti bamið í Hraunskirkju eða Þingeyrarkirkju þar sem sterk tengsl voru við báðar kirkjurnar. Foreldrar ömmu Kristínar, Aðalsteinn Pálsson, bóndi í Hrauni, og Jónína Rósamunda Kristjánsdóttir, kona hans, byggðu kirkjuna í Hrauni fyrir eigin reikning árið 1885 og gáfu sveitungum sínum hana með sér. í Hrauni hafa staðið kirkjur frá því á 12. öld. Þar voru kaþólskar kirkjur helgaðar Þorláki biskupi og á Helgafelli, fjalli yfir kirkjunni, er hlaðið altari kennt við Guðmund góða. Uppsprettan Gvendarbrunnur er skammt frá kirkjunni og þótti sjálfsagt að taka þar vatn til skírna. Sóknin náði frá Svalvogum að Meðaldal. Kirkjan var bændakirkja framan af en varð ríkiskirkja 1894. í kirkjunni voru munir úr eldri kirkjum svo sem skriftastóll og brúðarbekkur, hvort tveggja útskorið, nú á Byggðasafni Vestfjarða. Altaristöflurnar tvær eru enn í kirkjunni, hvor upp af annarri. A þá neðri er skráð ártalið 1751 og nafn Eggerts Jónssonar er þá bjó í Hrauni. Geta má sér þess til að þetta sé vegna þess að hann hafi gefið altaristöfluna en um það er þó ekkert hægt að fullyrða. Predikunarstóllinn er talinn frá 17. öld eða 300 ára gamall og forkunnarfagur, talinn verk séra Hjalta Þorsteinssonar í Vatnsfirði (1692-1742). Musteri gleði - musteri huggunar Langafi Aðalsteinn var ekki með stórt bú. Ekki er ósennilegt að faðir hans Páll Jónsson, bóndi í Hrauni, sem kom frá Svalvogum, sonur Jóns Jónssonar Vestmanns og Ástríðar Pálsdóttir sem þar bjuggu, hafi aflað þeirra fjármuna sem kirkjan var byggð fyrir. Hann nytjaði 2/3 hluta Hrauns, þótt hann ætti aðeins 1/3, og var auk þess með talsverða útgerð. Gerði út frá Skeri sem er klettarani sem gengur í sjó fram utan við mynni Keldudals. Árið 1845 greiddi Páll 67 fiska í sveitarsjóð og var það hæsta útsvar í hreppnum. Hraunskirkja er af elstu formgerð tumlausra íslenskra tim'ourkirkna og þakspónn er Jón Guðmundsson bóndi á Véstcinsholti í Haukadal. Hér 23 ára. Það var dóttursonarsonur hans Bjarki Jón Höskuldsson sem fékk nafn hans á slóðum forfeðranna í Iitlu kirkjunni í Hrauni í Keldudal í sumar. Höskuldur Hauksson, hér 21 árs, dóttursonur Jóns á Vésteinsholti, en hann jiykir bera sterkan svip afa síns. Hann kaus að skíra son sinn Bjarka Jón eftir langafa sínum, í Hraunskirkju, örfáa metra frá þeim stað þar sem afi hans Jón sleit barnsskónum. http://www.vortex.is/aett 17 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.