Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2007, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2007, Blaðsíða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2007 Dr. Sturla Friðriksson fjallaði um Ásu Guðmundsdóttur Wright á félagsfundi í nóvember síðastliðnum. Stórhuga skörungur Ása Guðmundsdóttir Wright var náfrænka Sturlu Friðrikssonar, en þau voru systkina- börn. Sturla kynntist þessari frænku sinni vel strax á barnsaldri og heimsótti hana oft bæði til Englands og síðar til Trinidad þar sem hún bjó í fjórðung úr öld. Hann segir hér frá þessari merku konu sem var í senn heimsborgari og bóndakona, umhverfissinni og hugsjónamaður. Og þótt hún byggi meiri hluta ævi sinnar á erlendri grund var hún ætíð íslendingur í huga og hjarta. Asa Guðmundsdóttir Wright var fædd að Laugar- dælum í Arnessýslu 12. apríl 1892. Hún var dóttir hjónanna Amdísar Jónsdóttur og Guðmundar Guð- mundssonar héraðslæknis í Laugardælum og síðar í Stykkishólmi. Asa var af merkum breiðfirskum ættum og að henni stóðu sterkir stofnar víðar að. Amdís móðir hennar var fædd 6. mars 1857. Hún var dóttir Jóns Péturssonar háyfirdómara frá Víðivöllum í Skagafirði og síðari konu hans Sigþrúðar Friðriks- dóttur Eggerz frá Akureyjum á Breiðafirði. Friðrik Eggerz var mikill sagnfræðingur og er ekki síst kunn- ur fyrir bækur sínar Ur fylgsnum fyrri alda. Móðurafi Friðriks Eggerz var sem kunnugt er Magnús Ketilsson sýslumaður. Móðuramma Friðriks, Ragnhildur, kona Magnúsar Ketilssonar, var komin af Staðarhóls-Páli og Skarðverjum í marga ættliði. Jón Pétursson háyfirdómari, afi Asu, var bróðir þeirra Péturs biskups og Brynjólfs PéturssonarFjölnismanns og ráðuneytisstjóra í Kaupmannahöfn. Þessir bræður voru ansi áberandi í þjóðlífinu þegar Jón var háyfir- dómari og réð yfir dómsmálunum, Brynjólfur var umboðsmaður kóngsins og Pétur „umboðsmaður Guðs“. Pétur faðir þeirra varð prófastur á Miklabæ eftir að séra Oddur hvarf. Móðir þeirra Víðivallabræðra var Þóra Brynjólfs- dóttir Halldórssonar Hólabiskups. Amdís var því systir Sturlubræðra, sem svo vom kallaðir, þeirra Friðriks og Sturlu og er Friðrik faðir minn. Við Ása erum því systkinabörn. Systur Arndísar voru Þóra kona Jóns Magnússonar forsætisráðherra og Sigríður kona Geirs Sæmundssonar vígslubiskups á Akureyri. Arndísi er lýst sem myndarlegri konu og svipmikilli, með skarpleit augu, dökkar augabrúnir og vel lagaðar með fremur stórt nef. Hún var ræðin kona og bráðvel gefin. Hún var músíkölsk og lék ágætlega á píanó og kenndi öðrum að spila. Uppskurðir á fjóshurð Guðmundur faðir Ásu var fæddur 23. febrúar 1853. Foreldrar hans voru séra Guðmundur Jónsson á Stóru-Völlum í Landsveit og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir prófasts Halldórssonar á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Móðir Ingibjargar var Kristín Vigfúsdóttir Þórarinssonar (Thorarensens) sýslumanns. Hún var systir Bjarna amtmanns og skálds Thorarensens og Skúla læknis á Móeiðarhvoli. Móðir þeirra, kona Vigfúsar Thorarensens, var Steinunn Bjarnadóttir landlæknis Pálssonar. Guðmundur varð stúdent frá Lærða skólanum í Reykjavík 1873 og nam læknisfræði hjá Jóni Hjaltalín landlækni. Hann lauk læknaprófi 1876 og var síðan við framhaldsnám á spítölum í Danmörku. 1877 var hann settur héraðslæknir fyrst á Eyrarbakka en síðan í Laugardælum. Hann þótti mjög góður læknir, einkum var hann handlaginn og flinkur við uppskurði. Ása dóttir hans fór oft með honum í vitjanir eftir að hann varð héraðslæknir í Stykkishólmi 1901 og aðstoðaði hann. Oft var þá gripið til fjóshurðarinnar ef skera þurfti upp og hún borin inn í baðstofu. Guðmundur skar upp við sullaveiki og ýmsum öðrum kvillum. Ása Guðmundsdóttir Wright. http://www.ætt.is 3 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.