Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2007, Blaðsíða 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2007, Blaðsíða 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2007 Vantar mig ekkert? Jú, eitthvað ávallt mig kvelur. O, hvað mig langar að líða langt hjeðan burtu! Sit jeg við urgandi öldur aleinn í rökkri; fœ jeg ífjarskanum litið jjöllin mín kœru, heiðblá á hafið þau mœna, við himin þau nema, fegurst þó finnst mjer að li'ta hinn fannprúða jökul. Og er jeg fjöllin mín fríðu ífjarska nú skoða. Verður svo viðkvœm mín sála, mér vöknar um auga. Horfi jeg þá aptur á árin sem eru nú liðin, bernskan að baki mjer liggur, hin blíðasta horfin. Þá varjeg léttur í lundu í leikbrœðra flokki, brosti mjer lífið þá Ijúfast, ég leið enga mœðu. Sakna jeg œ þeirrar sœlu saklaus að vera, og hafinn frá heimsglaumi trylltum í heimkynnum una. Tímarnir hverfa! Jeg horfi hrœddur og kvíðinn fi-am á þá ókomnu œvi, er ekkert jeg þekki. Hvort verð jeg hamingjusamur, eða hreppi jeg ólán? Æ, það er enginn sem svarar, enginn því getur. Sit jeg við urgandi öldur aleinn í rökkri, grípur mig ginnandi löngun, jeg get varla stilt mig í suðandi, svellandi bárur að sökkva og drukkna. Láta svo löðrandi hafið líkinu velkja. Því vœri ei betra að blunda í bárum en hrekjast, villtur og lánlaus á landi til leiðinda og kvalar öllum sem ekki mig þekkja og ástæður mínar, mér sjálfum til sífelldrar gremju, sorgar og mœðu? Hjörtur Jónsson læknir í Stykkishólmi. Hann var fæddur á Gilsbakka 1841 en lést rúmlega fimmtugur. Hann var mikill velgjörðarmaður Benedikts. Þeir Hjörtur og Þorvaldur faðir Benedikt voru systkinabörn. O, hvað mig langar að Ijóða og lundina kœta, harmana úr huganum flœma og hlátur mjer vekja ! Veit jeg eitt ráð til að rjúfa raunir og það er: I sœtu og svalandi víni sorgunum drekkja. Ólund (1891) Einn jeg reika um œgisand ó hvað jeg er hryggur, fjarri vænast Vesturland viður hafið liggur. O að jeg vœri horfinn heim, heim á bernsku slóðir, og vœri þar hjá vinum þeim, er voru mjer svo góðir. í ljóðabók afa sem gefin var út 1918, eru þrjú erfiljóð. Þar stendur: „Þrír vinir, er dóu hver eftir annan þannig, að ekki leið fidlt ár frá því er sá fyrsti dó og þar til hinn síðasti andaðist". Þessir menn voru: Eiríkur Kúld prófastur, fóstri afa, Sigurður Jónsson, sýslumaður í Stykkishólmi og Hjörtur Jónsson, héraðslæknir í Stykkishólmi. Þetta eru allt ákaflega falleg eftirmæli og maður kemst við að finna tregann og sáran söknuð, samfara þakklæti fyrir alla þeirra gæsku og vináttu. http://www.ætt.is 19 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.