Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2007, Side 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2007, Side 2
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2007 FRETTABREF 5ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS Útgefandi: © Ættfræðifélagið Ármúla 19, 108 Reykjavík. © 588-2450 aett@aett.is Heimasíða: http://www.ætt.is Ritnefnd Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir © 568-1153 gudfragn@mr.is Olafur H. Oskarsson oho@internet.is © 553-0871 Ragnar Böðvarsson © 482-3728 bolholt@eyjar.is Umsjónarmaður Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir Laugateigi 4, 105 Reykjavík © 568-1153 gudfragn@mr.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Þ. Einarsson formaður Ættfræðifélagsins lindasmari@simnet.is Umbrot: Þórgunnur Sigurjónsdóttir Efrti sem óskast birt í bladinu berist umsjónarmanni á rafrœnu formi (tölvupósturldisketta) Prentun: Gutenberg Fréttabréf Ættfræði- félagsins er prentað í 700 eintökum og sent öllum skuldlausum félögum. Verð í lausasölu er 300 kr. Allt efni sem skrifað er undir nafni er birt á ábyrgð höfundar. Annað er á ábyrgð ritstjórnar. Ný stjórn Ættfræðifélagsins: f.v. Hörður Einarsson, varaformaður, Kristinn Kristjánsson ritari, Olgeir Möller gjaldkeri, Olafur Pálsson varamaður, Valdimar Már Pétursson, varamaður, Anna Guðrún Hafsteinsdóttir meðstjórnandi og Eiríkur Þ. Einarsson formaður. Lyklun Fréttabréfsins Karenina K. Chiodo nemandi í bókasafns- og upplýsingafræðum við Háskóla íslands og félagi í Ættfræðifélaginu hefur hafið gerð efnislykils að Fréttabréfi Ættfræðifélagsins. Karenina mun lykla fréttabréfið frá byrjun og verður sú skrá væntanlega gerð aðgengileg öllum þegar Karenina hefur lokið verkefninu. Þar verður hægt að finna einstakar greinar eftir efni og höfundum. Hún gerir ráð fyrir að verkinu ljúki í vor þar sem hún stefnir á að ljúka BA prófi í júní, en lyklunin á fréttabréfinu er lokaverkefni hennar. Það er Ættfræðifélaginu mikið ánægjuefni að þessi lyklun skuli verða að veruleika en oft hefur verið rætt um að hrinda slíku verkefni í framkvæmd. Karenina er af íslenskum ættum í móðurætt en af ítölskum í föðurætt. Hún er fædd 7. des. 1973. Móðir hennar heitir Ágústa Valdís Svansdóttir, fædd 31. júlí 1952 í Reykjavrk. Foreldrar hennar voru Málfríður Guðrún Magnúsdóttir, fædd 17. júní 1912íReykjavíkogdó29.júní 1986íReykja- vík og Svanur Jónsson, fæddur 15. júlí 1918 í Árbær í Holtahr., Rang. og dó 26. maí 2002 í Reykjavík. Faðir Kareninu er Frank Joseph Chiodo, fæddur 22. júlí 1946 í Brooklyn, New York, Ameríku. Karenina á einn albróður, Micheal Frank Rúnar Chiodo, fæddur 12. september 1971 í Reykjavík og hálfsystir þeirra sammæðra heitir Rakel Fríða Thoroddsen, fædd 14. júlí 1991 í Reykjavík. Sonur Kareninu heitir Kristófer Marcus Guðmundsson, fæddur 5. júní 2003 í Reykjavík. Ný heimasíða Ættfræðifélagsins Ný heimasíða Ættfræðifélagsins er nú í vinnslu. Vefarinn okkar, Brynhildur Pétursdóttir, hefur ofið forsíðuna, en enn vantar krækjur í undirsíður. Þær verða settar upp eftir því sem þær verða tilbúnar. Á síðunni verða allar nauðsynlegar upplýsingar um félagið, þar birtast auglýsingar um félagsfundi og opið hús. Einnig verður gestabók sem gestir geta notað til að koma skilaboðum til félagsins. Einnig verður hægt að skrá sig í félagið á síðunni. Allar þessar krækjur eru í vinnslu og verða nothæfar innan tíðar. Lén Ættfræðifélagsins er http://www.aett.is og http://www,ætt.is og verður hægt að nota hvort tveggja til að komast inn á síðuna. Tölvupósturinn breytist í aett@aett.is. http://www.aett.is 2 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.