Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2007, Blaðsíða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2007, Blaðsíða 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2007 Þuríður Kúld. Benedikt Þ. Gröndal var tekinn í fóstur af móðursystur sinni Þuríði Kúld og manni liennar Eiríki Kúld þegar hann var tveggja ára og ólst hann upp hjá þeim. í lok erfiljóðanna er „Eftirmáli“ og læt ég hann fylgja hér með: Eftirmál vid erflljóð (1900) Ó, mikla vald, sem myndar örlög vor svo myrk og hulin, líkt og anda spor! Mig vantar skilning til að skilja sárin og skarpleik til að meta harmatárin. Hve strangir virðast Drottins vísu dómar! Hve dapurlegt og sviplegt kallið hljómar! Hve eyðilegur er nú staður sá, þar átti ég Jyrrum hjartansvini þrjá! Ei skal þó, Drottinn mögla móti þér. Mildur vinur dauðinn raunar er. Lífið heimtar þrek í sárum þrautum. Þungamiðja? Er trúin lífs á brautum. Og trú mín er: ég afturfœ að sjá í eilífðinni vini mína þrjá. Amma giftist 16 ára Þorvaldur faðir afa kvæntist aftur 1872 Kristínu Jónsdóttur og átti með henni þrjú börn, Árna, mennta- skólakennara á Akureyri, Jón, síðar prest á Stað á Reykjanesi, og Valborgu Elísabetu, húsfreyju að Auðshaugi á Barðaströnd. Til gamans má geta þess að sá sem hafði hönd í bagga með þessu hjónabandi Þorvaldar langafa var Friðrik Eggerts í Akureyjum á Breiðafirði. Kristín Jónsdóttir verður ekkja 1884 þegar Þor- valdurdeyr. Húngiftist 1897 séraBjarnaSímonarsyni, en hann sat á Brjánslæk þar til hann lést 1930. Vegna þessara tengsla hafði afi minn ítök á Brjánslæk. Árið 1890 er barnaskóli stofnaður í Ólafsvík og 1895 fær afi starf skólastjóra við hann. Gengdi hann því starfí til 1905. Á þessum skólastjóraárum kynntist hann foreldrum Sigurlaugar ömmu minnar, sæmdarhjónunum Guðmundi Guðmundssyni og Sigríði Bjarnadóttur í Efstabæ. Vinátta tekst með hjónunum og afa. Þá var amma nemandi í barna- skólanum. Hún var fædd 10. október 1885 á Flatey á Breiðafirði og var 15 árum yngri en afi. Ekki tókst mér að finna neinar heimildir í Ólafsvík varðandi foreldra ömmu. Foreldrar hennar voru bæði Snæfellingar í báðar ættir. Guðmundur var sjómaður og hafði smábúskap meðfram. Hann var einnig laginn vefari að sögn, en í þá daga var vefnaður mestmegnis í höndum karla. Afi býður þeim Guðmundi og Sigríði að hann skuli koma Sigurlaugu dóttur þeirra til Brjánslækjar til náms í hannyrðum og fleiru. Það verður úr og þegar hún snýr heim aftur þá giftast þau afi og amma á aðfangadag 1901. Þá er amma mín aðeins 16 ára. Fyrsta bam þeirra er Valborg Elísabet fædd 1902 og ári seinna fæðist Sigurður Guðmundur. Ammamín varein af þessum hljóðlátu húsmæðrum, sem aldrei féll verk úr hendi. Henni fórst hússtjórnin alltaf vel og fjölskyldan var stór. Faðir hennar og Ólafur bróðir hennar flytja til þeirra, svo og systirin Sigríður þegar móðir þeirra, Sigríður deyr 1903. Skrifari í Reykjavík Árið 1905 hætti afi störfum við barnaskólann og þá tóku hjónin sig upp og fluttu til Norðfjarðar. Með þeim í för var Sigríður systir ömmu og bömin tvö. Á Norðfirði var mikil vélbátaútgerð og hugðist afi taka þátt í þeirri útgerð. En eftir þeim heimildum sem ég hef fengið í Neskaupstað varð ekkert úr því. Á Norðfirði var um þessar mundir verið að leggja drög að barnaskóla og var afi fenginn til þess að hrinda stofnun hans af stað. Skólinn stóð þó ekki nema hálft árið, því húsnæðisekla háði því að framhald yrði í bili. Þá var ekkert annað að gera en að fara til Reykja- víkur. Afa hafði boðist staða skrifara hjá sýslu- manninum í Reykjavík svo að þau taka sig upp með bömin þrjú, því Eiríkur fæddist á Norðfirði. Sigríður systir ömmu, fór ekki með þeim, því að hún hafði þá kynnst verðandi eiginmanni sínum, Friðriki, og fór með honum til Vestmannaeyja og settist þar að. Eftir að þau hjónin fluttust til Reykjavíkur og afi settist á skrifstofustól, hafði hann fleiri tækifæri til þess að yrkja erfiljóð, afmælisljóð og fleira þess háttar til þess að drýgja tekjumar. Honum leiddist ákaflega innisetan og þráði hann að komast út og upp í sveit, þá sérstaklega til heimaslóðanna á Snæfellsnesi. http://www.ætt.is 20 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.