Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2007, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2007, Blaðsíða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2007 um 600 hektarar. Starfsfólk stöðvarinnar er um 60 manns og talið er að um 200 manns hafi viðurværi sitt af starfsemi Asufriðlandsins. Frá 1972 hefur farið þar fram kennsla i umhverfisfræðum. Einnig hefur Asusetrið gefið út bæði bækur og bæklinga, m.a fuglahandbók, bók um kóralrifin á nágrannaeyjunni og bók um gönguslóðir á Trinidad. Friðunarframtak Asu hefur þráfaldlega vakið heimsathygli og verið virt að verðleikum. Stofnunin hefur verið heiðruð bæði af innlendum og erlendum aðilum fyrir starfsemi sína í þágu umhverfisvemdar. Asu mun lengi verða minnst vegna verka sinna. Enn skartar óðalið á Cornwall hinum fegursta garði og á Trinidad njóta náttúruskoðarar aðhlynningar á Spring Hill við athuganir sínar á lífríkinu. Um ókomin ár munu einnig sjóðirnir sem hún stofnaði hér á íslandi styðja við vísindi og menningu. Þannig rætist sá draumur Asu Guðmundsdóttur Wright að geta orðið landi sínu að nokkru liði þótt hún byggi lengst af á erlendri grund. Eftirlýstir Vestur-Islendingar Eystein Þorvaldsson vantar upplýsingar um nokkra Vestur-íslendinga Fyrst er spurt um fjórar skáldmæltar konur sem allar birtu kvæði í vesturíslenskum blöðum. Það er erfitt að henda reiður á þeim því að þær rita nöfn sín að enskum hætti og kenna sig við eftirnafn eiginmanna (nema Ragnheiður sem sennilega slapp við giftingu). Að líkindum eru þær allar fæddar á íslandi; þær birtu kveðskap sinn á fyrsta fjórðungi síðustu aldar. Mig vantar fæðingar- og dánarár og ennfremur (ef hægt er) hvaðan af íslandi þær fóru og hvar þær dvöldust vestra: E Anna Sigurbjörnsson, 2. María G. Ámason 3. Oddný Helgason (birti kvæði sín undir skáldnefninu Yndo) 4. Ragnheiður J. Davidson (Líklega er hún systir Þorsteins Davíðssonar, nágranna Stefáns G.) í næsta flokki koma skáldmenni sem ég veit ekkert um nema nafnið: 5. Olafur O. Jónsson (Hann á kvæði í Heimskringlu 1901) 6. Stefán J. Schewing (Skrifar sig S. Schewing en heitir sennilega Stefán) 7. Erl. Johnson (heitir sennilega Erlendur. Bjó í Los Angeles um 1930) Dánarár vantar mig fyrir næsta flokk: 8. Bogi Bjamason f. 1888. Hann fæddist vestra. Bogi var kunnur Vestur-íslendingur og hann lifði langt fram á 20. öld. Haraldur Bessason man eftir karlinum, en ég get hvergi fundið dánarár hans. Bogi Bjarnason er bróðir góðskáldsins Páls Bjarnasonar. Bogi bjó lengi í Wynyard í Saskatchewan en síðar á Kyrrahafsströndinni í Bresku-Kolumbíu. 9. Páll Guðmundsson f. 1887. (Húnvetningur. Fluttist vestur 1913) 10. Gunnar J. Guðmundsson/Goodmundsson f. 1869. (Húnvetningur að uppruna. Fluttist vestur 1894) 11. Hjálmur Þorsteinsson f. 1870 eða 1874. (Borgfirðingur að ætt) 12. Jakob J[ónsson] Normann f. 1883 (frá Syðstugrund í Blönduhlíð) 13. Maður nefndi sig John J. Gillies. Hann hefur sennilega heitið Jón Jónsson eða Gíslason. Gillies er vandræðaleg afleiðsla af Gíslason og margir tóku þetta upp sem ættarnafn. Þessi maður baslaði við að yrkja. Hann er að líkindum bróðir E. G. Gillies (Erlends Gíslasonar) sem líka var leirskáld. 14. S. M. Thorfinnsson hét maður, fæddur vestra og búsettur í Norður-Dakota. Menn af annarri kynslóð V-íslendinga voru orðnir svo amerrkaníseraðir að þeir skrifuðu gjarnan nafn sitt svona. Mestu skiptir fyrir mig að vita fæðingar- og dánarár þessa fólks. Ef vitað er um búsetu, er það lrka vel þegið. I næsta flokk vantar mig upprunastað á íslandi og hvenær þessir karlar fluttust vestur um haf og hvar þeir dvöldust helst vestra: 13. Jónas J. Daníelsson (1838-1930) 14. Thorsteinn Johannesson (1837-1918) Staðfestingu vantar mig á grunsemdum um eftirtaldar heiðursmanneskjur: 15. Guðmundur A. Stefánsson 1885-1960 (Er þetta ekki glímukappinn, sem fluttist vestur 1911 og er bróðir þeirra Eggerts söngvara og Kaldalóns tónskálds? Hann er einungis stundum skrifaður með A. í miðjunni. Er Guðmundur og Guðmundur A. ekki áreiðanlega sami maðurinn? 16. Var sómakonan Hlín Johnson, hlúkona Einars Ben. í Herdísarvík, dóttir Jóns Erlendssonar Eldons, Vestur-íslendings (1851-1906)? Hét hún ekki öðru nafni í æsku í Kanada? Hver var móðir hennar? Svör sendist til fréttabréfs Ættfræðifélagsins á gudfragn@mr.is http://www.ætt.is 7 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.