Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2007, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2007
London. Það var Lord Buckmaster, stallari konungs,
en hann réð meðal annars, hverjum var boðið til
hirðar konungsins. Lord Buckmaster kom því til
leiðar að Asu var boðið að taka þátt í hirðveislu og
að ganga fyrir konung. Fyrirskipað var að allar
dömurnar væru í svipuðum kjólum, hvítum að lit
með dragsíðum faldi. Þær áttu auk þess að skarta
blævæng, sem gerður var úr þrem strútsfjöðrum, og
bera slör um hárið, sem næði niður fyrir axlir. Asa
sem var mjög flink að sauma, saumaði sjálf á sig
kjólinn úr gömlum gluggatjöldum sem stallarafrúin
og systur hennar gáfu henni.
Newcome Wright
Þegar Asa hafði náð góðum tökum á enskunni hóf
hún nám í hjúkrunarfræðum og lagði þar einkum
stund á ljósmóðurfræði. Að lokinni dvöl sinni í
Englandi árið 1914, hélt Ása heim til Reykjavíkur
með skipi. Þar mætti hún örlögum sínum, ef svo má
segja, því um borð var ungur, breskur lögfræðingur
að nafni Fíenry Newcome Wright. Hann heillaðist
mjög af þessari ungu og glæsilegu stúlku og fór til
að hitta hana á heimili Jóns Magnússonar eftir að til
Islands kom. Newcome var að skrifa doktorsritgerð
um sögu lagasetninga og trúarreglugerða og heimsótti
gangandi hinn forna þingstað Islendinga, Þingvelli.
Kunningsskapur þeirra Ásu og Newcome leiddi til
þess að þau trúlofuðust en hann hélt strax utan til þess
að taka þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. Þar varð hann
fyrir reykeitrun sem olli honum varanlegu heilsutjóni.
Ása fór aftur út til Englands og giftist Newcome
5. september 1917 í St. Bartholomeuskirkjunni í
London.
Newcome var fæddur 1886 og var kominn af ágætu
og vel efnuðu fólki sem átti vefnaðarverksmiðju.
Newcome átti bróður sem var einhleypur og barn-
laus. Hann var langdvöldum í Kína og öðrum Austur-
löndum. Hann sendi Ásu margs konar austurlenska
hluti m.a. úr fílabeini. Þau Ása og Newcome
bjuggu fyrst í Comwall á Suður-Englandi þar sem
Newcome sá um miklar jarðeignir og byggingar
breska stóreignamannsins Carlyon. Auk þess vann
hann á lögfræðiskrifstofu í London. Ása var ötul
við að leigja út hús við sjóinn fyrir sumargesti. Hún
keypti húsgögn á fornsölum, málaði þau og standsetti
og kom öllu haganlega fyrir. Hún stofnaði þarna
kvenfélag og var formaður þess í mörg ár.
Dáð eða illa liðin
Ása hafði erft garðyrkjuáhuga föður síns og hófst
þegar handa við að skipuleggja og rækta lystigarð
umhverfis hús þeirra. Henni tókst að gera þarna mjög
skrautlegan og sérstæðan trjágarð með blómalundum
og matjurtareitum. Auk þess hafði Ása endur, kalkúna,
hænsn og perluhænur í gerði og hunangsflugur í
búrum. Hjónaband þeirra Ásu og Newcome var
mjög gott enda var Newcome mjög viðmótsþýður
og prúður maður með fjölda áhugamála, en þau
hjónin voru bamlaus. Þama umgekkst Ása einkum
jarðeignaraðalinn og hélt sig mjög á meðal heldra
fólks í héraðinu. Hún var ekki allra og fór óhikað í
mikið manngreinarálit í umgengni sinni við fólk. Hún
hafði mjög ákveðna framkomu og var ýmist dáð fyrir
framtak sitt eða illa liðin fyrir fjasgirni.
Á vit ævintýranna
Ása kom nokkrum sinnum til Islands á þessum
árum og fór m.a. ríðandi vestur í Stykkishólm ásamt
manni sínum til þess að sýna honum æskuslóðir
sínar. Ása, sem var nú orðin ein eftirlifandi bama
læknishjónanna, bauð foreldrum sínum að koma
til sín til Cornwall. Þangað fóru þau Guðmundur
og Arndís og ætluðu að njóta þar efri áranna. Þau
undu samt illa til lengdar dvölinni á Englandi og
fluttu aftur heim til Islands þar sem þau bjuggu hjá
Sturlu Jónssyni, bróður Arndísar. Þar sem Sturla
var föðurbróðir minn var ég þar heimagangur og
kynntist vel þeim hjónum. Þau voru bæði einstaklega
umhyggjusöm og elskuleg við mig unglinginn. Heilsu
Arndísar hrakaði brátt og hún lést 15. ágúst 1936, 79
ára að aldri. Þá fór Guðmundur á Elliheimilið Grund
og var þar þar til Ása kom frá Englandi og tók hann
með sér út í hinn stóra heim.
Þegar seinni heimsstyrjöldin skall á breyttist
snögglega allt líf þeirra Ásu og Newcome. Allur
hótelrekstur og strandlíf í Suður-Englandi lagðist af
og grundvöllurinn undir starf þeirra í Cornwall hvarf.
Þau fluttu þá til íslands með allt sitt góss og voru hér
sumarið 1945. Þaðan lá leiðin til New York. Ég var
þá við nám í íþöku og fór til New York til að taka á
móti þeim. Með þeim hjónum var Guðmundur faðir
Ásu. Þarna mælti hann hin fleygu orð, þar sem hann
stóð við gluggann í íslenska konsúlatinu, meðan Ása
reyndi að fá skipsfar fyrir þau suður í heim. Honum
varð litið út um gluggann á allar byggingamar í
New York og segir: „Ja, mikið er búið að byggja í
Hólminum.“ Blessuðum gamla manninum fannst
hann vera í Stykkishólmi.
Trinidad
Frá New York lá svo leiðin suður í Karíbahaf til
Trinidad. 1946 keyptu þau hjónin sér bújörðina
Spring Hill Estate sem stóð hátt í fjallshlíð frammi
á brekkubrún. Á Trinidad er hitabeltisloftslag með
miklum raka og daglegu regni, en uppi í fjalllendinu
þar sem Spring Hill setrið stendur er þokusamara og
minni sólarsterkja um miðjan daginn. Á kvöldin gat
því oft verið notalegt að sitja úti á veröndinni.
Skógivaxinn dalurinn fyrir neðan var iðandi af
Sturla Friðriksson ritaði bók um ævihiaup og
athafnir Ásu Guðmundsdóttur Wright sem
gefin var út á vegum Þjóðminjasafns íslands
árið 2006.
http://www.ætt.is
5
aett@aett.is