Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2007, Blaðsíða 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2007
Séra Gunnlaugur Þorvaklur Stefánsson. Hann var
fæddur 1836 og var prestur að Hvammi í Norðurárdal.
Þorvaldur var í beinan karllegg af Högna prestaföður.
Séra Þorvaldur missti konu sína Valborgu F.lísahetu
þegar Benedikt sonur þeirra fæddist 1870 og var hann
eina barn þeirra sem lifði. Þau séra Þorvaldur og
Elísabct voru langafi og langamma Guðfinnu Lilju.
að Hvammi í Norðurárdal. Þorvaldur var í beinan
karllegg af hinni alkunnu prestaætt sem komin var
frá Högna prestaföður. Valborg lést þegar Benedikt
fæddist. Hann var eina barn þeirra hjóna sem lifði.
Benedikt fæddist 1870 og var skírður og hlaut nafnið
Benedikt Gröndal. Það var sem sagt afi Benedikt
sem var skírður Gröndal, en ekki móðurbróðir hans
Sveinbjarnarson, sem þó var ætíð kallaður Gröndal.
Gröndalsnafnið
Þá er líklega rétt að ég geri grein fyrir nafninu
Gröndal.
A miðri átjándu öld var prestur í Mývatnsþingum
séra Jón Þórarinsson (1711-1791), kona hans var
Helga Tómasdóttir (d. 1785). Prestsetrið var að Vog-
um við Mývatn og var mikil kostajörð. Eitt barna
þeirra var Benedikt. Hann var fæddur í Vogum
við Mývatn 13. 11. 1762, ólst þar upp og þegar
hann var 18 ára var hann sendur í Hólaskóla þar
sem hann lauk stúdentsprófi árið 1781 með ágætis
vitnisburði. Sumarið 1786 rann upp sú stóra stund
að Benedikt steig á skipsfjöl og sigldi til Danmerkur.
Sama ár er hann svo skráður í stúdentatölu Kaup-
mannahafnarháskóla sem stud. jur.
A þessum árum var það í tísku að námsmenn í
Kaupmannahöfn tækju sér ættarnöfn og það gerði
Benedikt Jónsson. Sagt er að hann hafi skrifað for-
eldrum sínum og sagt þeim að hann hafi tekið upp
ættamafnið Gröndal og látið skrá það opinberlega og
greitt nokkra ríkisdali fyrir.
Þar með var fyrsti Gröndalinn kominn. En hvers
vegna Gröndal? Gröndal má þýða Grænidalur. Það
vill svo skemmtilega til að í Mývatnssveit hefur
varðveist gömul saga sem fjallar um ástæðuna fyrir
vali Benedikts á Gröndalsnafninu.
Móðir Benedikts, prestkonan Helga Tómasdóttir
að Völlum var mikil búkona. Hún hafði selstöðu
í Grænadal, sem er í Reykjahlíðardölum. Sagan
segir að prestkonan hafi verið í seli í Grænadal og
gengið til grasa, en þá kenndi hún sér léttasóttar og
fæddi sveinbam og var það Benedikt Jónsson, síðar
Gröndal. I Grænadal sat Benedikt löngum yfir búfé
föður síns. Þetta vom hans æskuslóðir, hér átti hann
sín fyrstu spor og dreymdi sína æskudrauma. Hér
voru rætur hans.
Eiríkur Kúld
Víkjum nú aftur að afa Benedikt. Þegar afi minn var
tvcggja ára fékk hann fótamein, sem mér hefur ekki
tekist að finna skýringu á hvað var. Þá þótti ráðlegast
að hann færi til Þuríðar Kúld móðursystur sinnar og
manns hennar Eiríks Kúld í Stykkishólmi, svo hann
gæti verið sem næst lækni. Varð afi minn þar með
fóstursonur þeirra og ólu þau hann upp ásamt tveim
bama sinna, þeim Jóhönnu Friðriku og Brynjólfi, en
þau voru nokkuð eldri en Benedikt.
Eiríkur Kúld var prófastur og vel efnaður. Einnig
voru Sigurður sýslumaður og Hjörtur læknir Jónsson
vildarvinir Benedikts afa og styrktu hann. Hjörtur
og Þorvaldur faðir Benedikt voru systkinabörn.
Benedikt fór síðar í Latínuskólann og undi þar hag
sínum hið besta með góðum félögum. Því næst fór
hann í Prestaskólann. Ekki lauk hann náminu þar en
gekk frá prófi.
Margar sögur hafa farið af því hvers vegna hann
gekk frá prófi. Ég held að ástæðan sé sú að þessi
ungi maður stendur allt í einu uppi allslaus. Árið er
1893 og Eiríkur Kúld fóstri hans dáinn og tveir aðrir
velgjörðarmenn hans, Hjörtur læknir og Sigurður
sýslumaður, látast einnig, allir innan árs. Þuríður
fóstra afa var einskis megnug, auðurinn allur farinn.
Allar jarðirnar seldar til þess að gera Brynjólfi syni
þeirra lífið sem auðveldast. Ég er hrædd um að afa
hafi hreinlega brostið kiark til þess að takast á við
lífið - í bili.
I kvæðinu Þunglyndi má ímynda sér að hann hafi
setið við hafið í vesturbænum og horft yfir flóann
til jökulsins og fjallanna sem vom honum svo kær.
Maður finnur hinn nístandi sára söknuð og í raun
uppgjöf, því hvað mun framtíðin bera í skauti sínu?
Þunglyndi
(1891)
Ó, hvað mig langar að Ijóða
og lundina kœta!
Skapið er stúrið, jeg stari
steini sem lostinn.
http://www.ætt.is
18
aett@aett.is