Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Qupperneq 2
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011
FRETTABREF
<2ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS
Útgefandi:
© Ættfræðifélagið
Ármúla 19,108 Reykjavík.
© 588-2450
aett@aett.is
Heimasíða:
http://www.ætt.is
Ritnefnd Fréttabréfs:
Guðfinna Ragnarsdóttir
© 568-1153
gudfragn@mr.is
Olafur H. Oskarsson
© 553-0871
oho@internet.is
Ragnar Böðvarsson
© 482-3728
grashraun@gmail.com
Ritstjóri
Fréttabréfs:
Guðfinna Ragnarsdóttir
Laugateigi 4,105 Reykjavík
© 568-1153
gudfragn@mr.is
Ábyrgðarmaður:
Anna Guðrún Hafsteinsdóttir
formaður Ættfræðifélagsins
annagunnah@simnet.is
Umbrot:
Þórgunnur Sigurjónsdóttir
Efni sem óskast birt í
blaðinu berist umsjón-
armanni á rafrœnu formi
(tölvupósturldisketta)
Prentun: GuðjónO
'W
Prentað efni
Fréttabréf Ættfræði-
félagsins er prentað í 500
eintökum og sent öllum
skuldlausum félögum. Verð
í lausasölu er 300 kr. Allt
efni sem skrifað er undir
nafni er birt á ábyrgð
höfundar. Annað er á
ábyrgð ritstjórnar.
Hér má sjá gamla húsið á Ytra-Skörðugili sem byggt var, 1935, af Jóni
Jóhannessyni og Agnesi Guðfinnsdóttur. Þau voru foreldrar Björns Jónssonar
f.v. skólastjóra, sem mundi byggingu hússins og eiganda hringsins.
Leyndarmálið í
skorsteininum
Þau voru að laga húsið sitt, hjónin Ingimar Ingimarsson og Kolbrún
Ingólfsdóttir, bændur á Ytra-Skörðugili í Skagafirði. Meðal annars var
skorsteinninn brotinn niður með miklum loftbor. Þegar hann hrökk í
sundur skaust gljáandi giftingarhringur út úr brotinu. Undrun þeirra var
mikil eins og gefur að skilja. Inni í hringnum voru stafirnir JG. Ekki kunnu
þau hjónin nein deili á þeim upphafsstöfum og aðhöfðust ekkert í málinu.
Þau hengdu hringinn upp á vegg í eldhúsinu og litu á hann sem lukku-
gripinn sinn. Þar hékk hann þegar Björn Jónsson, fyrrverandi skólastjóri
Hagaskólans, lagði land undir fót á heimaslóðir sínar norður í Skagafjörð.
Þar heimsótti hann gamla bæinn sinn Ytra-Skörðugil. Honum var boðið
inn og húsráðendur sýndu honum ýmsar endurbætur á húsinu sem hann
hafði alist upp í og búið í áratugum saman. Honum varð starsýnt á gift-
ingarhring sem hékk uppi á vegg. Þá rúllaðist upp sagan um loftborinn
og skorsteininn. Björn kannaðist strax við sögu hringsins og vissi hvaða
nafn bjó að baki upphafsstöfunum JG. Þannig var mál með vexti að ung-
ur nýtrúlofaður piltur hafði verið foreldrunt hans til trausts og halds þeg-
ar húsið var byggt. Það var árið 1935, þegar Björn var á fjórða ári. Húsið
var byggt úr steinsteypu með myndarlegum skorsteini. Eitt kvöldið upp-
götvaði ungi maðurinn að trúlofunarhringurinn hans var týndur. Mikið var
leitað, en leitin bar engan árangur. Það að týna hringnum sínum, nýtrúlof-
aður maðurinn, þótti ekki boða gott og pilturinn hafði miklar áhyggjur af
því hvað Jósefína, unnusta hans, segði við þessu. Kærustuparið gifti sig
þó í fyllingu tímans, sagði Björn, og hefur sjálfsagt fengið sér nýjan hring.
Gamli hringurinn hvíldi síðan í skorsteininum í 70 ár. Björn gat frætt þau
Kolbrúnu og Ingimar um nöfn þeirra hjónanna og að þau væru bæði lát-
in. Ekki varð úr að þau skráðu nöfnin hjá sér, og það sama gilti um mig,
þegar hann Björn frændi minn sagði mér þessa sögu fyrir rúmu ári. Nú er
hann horfinn yfir móðuna miklu og enginn til þess að spyrja. Þrátt fyrir
mikla leit hefur mér ekki tekist að hafa upp á nöfnum þeirra hjóna annað
en að hún hét Jósefína, eins og áður sagði. Hringurinn hangir því enn uppi
á vegg í eldhúsinu á Ytra-Skörðugili og færir húsráðendum ekki aðeins
lukku, heldur einnig sögu og andblæ liðins tíma.
http://www.ætt.is
2
aett@aett.is