Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Blaðsíða 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011 Annáll Hallgríms Jónssonar djákna Annáll Hallgríms Jónssonar fyrrum djákna til Þingeyraklausturs, byrjar árið 1802, end- ar árið 1834. Viðbætur eru úr annál Daða Níelssonar fyrir árin 1835, 36, 37, 38, 39,40 og loksins úr annál sama nokkrir helstu viðburðir sem vantaði í djáknans annál 1801-1834. Þessir annálar byrja með árinu 1802. 1802 1. Árferði Vetur frá nýári einhver hinn harðasti yfir allt land, sem menn til mundu, með snjóþyngslum, blotum og áfreðum svo tók fyrir jarðir, hvergi seinna en með þorra, víða fyrri. Frost voru og mjög mikil og hvergi sást hin minnsta vitund af jörð fyrir útigangspening utan í einstöku jarðsældaplássum, litlar snapir öðru hverju frá 30. mars og var vetur þessi harðari talinn en nokkur á umliðinni öld. Vorið var og vetrinum sam- boðið, með sífelldum stórköföldum, með frosti og hörðustu vetrarveðuráttu. Hafís kom fyrir jól og um- kringdi Vestur-, Norður- og Austurland og fór ei burt Jón Torfason, skjalavörður við Þjóöskjalasafiúö hélt erindi um annál Hallgríms Jónssonar, djákna við Þingeyrarklaustur, á nóvemberfundi Ættfrœðifélagsins. Jón sagði frá uppbyggingu annálsins, efni og sögusviði ogfrá helstu heimild- um Hallgríms. Jón hefur nú lokið við að tölvuskrá allan annálinn sem spannar tímabilið 1802- 1834. Til stendur að setja hann á netið svo allir geti haft aðgang að honum. Hérfer á eftir ann- áll ársins 1802 en þar kemur við sögu eindœma harður vetur, heyskapur, fiskerí, mannalát, sjálfs- morð, manndráp, eldskaðar, stuldir, vanskapn- aður, brauðveislur og jarðskjálftar. Af erlendri grund eru ekki einungis sagðar fréttir frá kóngs- ins Kaupmannahöfn heldur má þar einnig lesa um óvenjit mildan vetur í Rússlandi, vínber í Frankaríki, fréttir af enska flotanum, hollenska stjórnarbyltingu, risastór haglkorn íUngaríalandi og Sardiníukóng sem sagði af sér. Það er með ólíkindum hvernig allar þessar fréttir gátu bor- ist yfir hálfa Evrópu og alla leið ttpp til Islands, en Hallgrímur djákni virðist hafa haft mjög öflugt net heimildamanna og fréttarása. Jón Torfason sagði frá Hallgrími djákna á Þingeyri og annál hans á félagsfundi Ættfræðifélagsins í nóvember sJ. (Ljósmynd Guðfinna Ragnarsdóttir). fyrr en um höfuðdag. Um fardaga var gengið á sam- frosnum hafísi af Upsaströnd fram í Hrísey. Hestum var gefið inni víðast fram yfir sumarmál en þriðjudag í elleftu viku sumars var kúm hleypt fyrst út úr fjósi í Fljótum og um sömu mundir á fleiri útsveitum. Sumarið yfir höfuð að segja var vetri líkast víð- ast, einkum í Stranda- og Þingeyjarsýslum og á Austfjörðum. A Vestfjörðum og Norðurlandi til sumra útkjálka komu ei tún upp fyrri en undir og um venjulega sláttarbyrjun og sumstaðar sátu snjóskafl- ar á túnum allt sumarið, t.d. á Hóli á Upsaströnd. Grasvöxtur varð því að líkindum almennt sárlít- ill því aldrei kom náttúrlegt regn heldur staðföst norðanátt, krapahríðar og áfelli á víxl. A einum bæ í Þingeyjarsýslu fengust eftir fjóra sláttumenn ein- ungis 100 hestar af moðsalla. I Kjósar-, Mýra- og einkum Barðastrandarsýslu féll heyskapur sæmilega og nýting hin besta, en víðast annars staðar um land féll heyskapur með allra bágasta móti, þó tók yfir allt bágindin í Strandasýslu. Frost og snjór, er sumstaðar lá á túnum fram á engjaslátt, hindraði svo grasvöxt að hann varð óvenjulega lítill og norðarlega nær því eng- inn. Þar eftir fór heyjanýtingin (sem víðar) í þokum og fúlviðrum enda var ljár óvíða borinn á gras utan túns nema sinuforæði þar til þeirra náðist. Ovenjulegt kafhald með hörkufrosti frá 17. til 20. júlí neyddu nokkra í Arnessókn til að gefa kúm og sauðfé fisk til fóðurs, eins og menn víða hvar á http://www.ætt.is 8 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.