Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Blaðsíða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Blaðsíða 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011 5. Hildur f. 5. ág. 1810, hfr. Helgafelli Mosfellss veit o.v. d. 29. marz 1886. ~ Guðmundur Guðmundsson f. 1808 Haga Holtum, d. 25. maí 1883 Hvassahrauni. Steinunn Hjartardóttir Bjamason frá Austurhlíð skrifaði þátt um Hildi, sem birtist í ritinu Inn til fjalla. Um S.H.B. sjá Kennaratal. 6. Helga f. 1811, hfr. Úthlíð svo Ásakoti, d. 8. ág. 1843 Ásakoti ~Filippus Knútsson f. 1810Auðsholti,d. lO.maí 1896 Stærribæ Grímsnesi. Guðmundur Magnússon bóndi Austurhlíð dó 13. maí 1815. Seinni maður Önnu Snorradóttur var Guðmundur Gunnlaugsson bóndi Austurhlíð f. 13. okt. 1775 Háholti Eystrahreppi. Guðmundur dó 23. júní 1843. Anna dó 30. des. 1859 Neðradal. xxx Margrét Hallgrímsdóttir frá Böðvarsnesi Hnjóskadal (svo í mt. 1816 bls. 343) giftist uppeldisbróður sín- um, Magnúsi Guðmundssyni, um 1800. Bjuggu Bóli Bisk. Börn: 1. Guðríður f. 17. maí 1800, bús. Álftanesi, d. 21. júní 1883 Skógtjörn. 2. Jakob f. 17. júlí 1801, vinnumaður Spóastöðum, 1850, d. 10. sept. 1870 Haukadal. 3. Hallgrímur f. 7.apr. 1806 bóndi Tjörn d. 2. sept. 1877. ~ Þorbjörg Bjarnadóttir f. 18. febr. 1808 Tjöm d. 4. marz 1893 Króki. Áttu mörg börn. 4. Greipur f. 12. sept. 1807 d. ungur. 5. Kristrún f. 1808, vinnukona Minna Mosfelli 1850, d. 16. okt. 1873 Tjörn. 6. Greipur f. apr. 1810 d. ungur. 7. Kristín f. 20. nóv. 1811 vinnukona Iðu 1847. 8. Guðrún f. 9. maí 1814, blind, d. 21 jan. 1840 Bóli. 9. Ragnheiður f. 4. maí 1815 ógift, en átti dóttur, sem giftist. R.M. dó 16. feb. 1875 Stekkholti. 10. Guðmundur f. 20. maí 1818, bóndi Stekkholti svo Helludal, d. 15. apríl 1914. ~ Þuríður Þorsteinsdóttir f. 1823 Vatnsdal Fljótshlíð d. 3. des. 1806. Áttu sex börn. Sjá eftirmæli um Guðmund í upp- hafi þáttarins. MargrétHallgrímsdóttirhfr.Bólidó ll.sept. 1818. Magnús kvæntist í annað sinn 14. júlí 1820 Þómýju Gissurardóttur f. 1776 Stóra-Fljóti, d. 6. júní 1843 Bóli. Hún var ekkja Gunnars Sæmundssonar bónda Felli f. 1770 Brjánsstöðum Skeiðum d. 23. okt. 1819 Felli. Sonur Gunnars og Þórnýjar var Gissur f. 18. maí 1803 Felli, bóndi Byggðarhorni Flóa. Á hann fjölda afkomenda. Magnús Guðmundsson bóndi Bóli dó 4. maí 1845. xxx Guðbjörg Hallgrímsdóttir frá Böðvarsnesi (Skyldi jörðin hafa heitið Bugðunes fyrrum?) giftist 24. okt. 1804 Bræðratungu Sigmundi f. 1780 Bergsteinssyni frá Bræðratungu, syni hjónanna B. Guðmundssonar og Margrétar Þórðardóttur, sem þar bjuggu enn 1816. Sigmundur og Guðbjörg hófu búskap að Isabakka (á bökkum Hvítár) Ytrahreppi vorið 1806. Sonur þeirra: Hallgrímur f. 8. okt. 1807 ísabakka d. 17. apr. 1816 Brattholti. Sigmundur Bergsteinsson drukknaði við veiðiskap í Hvítá 15. júlí 1808 ásamt vinnukonu sinni, Sigríði Jónsdóttur. Hún var f. 1777 Kringlu Grímsnesi, dóttir hjónanna, Jóns Eyjólfssonar og Ásdísar Einarsdóttur. Guðbjörg Hallgrímsdóttir gift- ist öðru sinni 25. okt. 1809 Guðna Runólfssyni bónda Brattholti, f. 1779 Flankastaðakoti Miðnesi. Hann var sonur hjónanna Runólfs Runólfssonar og Margrétar Guðnadóttur f. 1740 d. 19. júní 1821 Þingeyrum. Börn: 1. Halldór f. 6. sept. 1810 bóndi Galtalæk svo Hrosshaga. d. 16. nóv. 1889 ~ Ingunn Guðmundsdóttir, lærð ljósmóðir f. 30. júlí 1808 Reykjavöllum Flóa d. 10. apr. 1876 Hrosshaga. Þau áttu fjölda barna. Sjá Ljósmæðratal. 2. Anna f. 29. feb. 1812 Brattholti, hfr. Miðhúsum Bisk., d. 18. des. 1881 Austurhlíð ~ Runólfur Þórðarson f. 1807 Miðhúsum d. 9. júní 1879 Tjamarkoti. Þau áttu nokkur börn. Afkomendur margir. 3. Margrét f. 21. mars 1815 Brattholti d. ll.júní 1822. Guðbjörg Hallgrímsdóttir hfr. Brattholti dó 7. sept. 1815. xxx Guðni Runólfsson kvæntist öðru sinni árið 1816 Ingibjörgu Gissurardóttur f. 1772 Felli, d. 24. des 1826. Ingibjörg var alsystir Þórnýjar, sem nefnd er fyrr í þættinum. Guðni kvæntist í þriðja sinn 21. júlí 1827 Guðlaugu Filippusdóttur f. 6. nóv. 1789 Flagbjarnarholti Landssveit. Hún var dóttir hjónanna F. Sigurðssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Börn: 1. Ingibjörg f. 8. marz 1828 Brattholti ~ Jón Jónsson f. 24. febr. 1824 Jaðri Ytrahreppi. Þau hófu búskap í Brattholti, bjuggu svo Kjarnholtum en síðar Oddgeirshólaausturkoti í Flóa. Börn þeirra voru 9. Ingibjörg dó 15. júní 1867 af barnsförum. Var þá heimilið leyst upp enda heimilisfaðirinn orðinn blindur 43 ára. Jón var sveitarmaður í Biskupstungum til æviloka. Son eignaðist Jón eftir þetta, sem hlaut nafnið Ingvar f. 31. ág. 1873 Bergsstöðum. Jón blindi dó 19. des. 1904 Vatnsleysu. http://www.ætt.is 20 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.