Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Qupperneq 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Qupperneq 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011 Sveinsstaðir í Þingi í Húnavatnssýslu. Þar bjó Hallgrímur djákni og þar ritaði hann annál þann sem við hann er kennd- ur og spannar árin 1802-1834. Þar hóf Olafur Jónsson dannebrogsmaður búskap árið 1844, ásamt Oddnýju konu sinni. Síðan hefur ætíð sonur tekið við af föður á Sveinsstöðum og nú býr þar Olafur Magnússon sem er sjötti ættliður frá þeim hjónum. Heimasætan á Sveinsstöðum, Sunna Margrét Olafsdóttir, fetar hér gamia slóð í Mylluhól, sem er stór hóll rétt við bæinn. Núverandi bær á Sveinsstöðum var byggður 1929. Fremsti hlutinn af gamla bænum var rifinn áður en þessi var byggður, en bæjarhús hafa ætíð staðið á þessum stað síðan byggð hófst á Sveinsstöðum, eftir því sem best er vitað. Mylluhóll hefur jafnan verið vinsæll ieikstaður barnanna á bænum. Vatnsdalsá, ein besta veiðiá landsins, rennur neðan við túnið. Vatnsdalsfjall í baksýn. (Ljósmynd Magnús Ólafsson f.v. bóndi á Sveinsstöðum) næst afgengnum vetri höfðu af heyskorti gefið pen- ingi harðan fisk, hákarl, hval og lýsi og jafnvel mjólk til lífsbjargar. Um Mikaelismessu gjörði víðast um land fáheyrða frosta- og snjóskorpu með geysileg- um kafaldshríðum, sem urðu nokkrum mönnum og skepnum að bana. Misstu þá margir í öllum lands- ins fjórðungum talsvert af heyi undir fönn, jafnvel þó nokkrir næðu því síðar hröktu, því hláku gjörði á eftir svo upp tók snjóinn að miklu leyti. Og var vetur víð- ast góður fram að árslokum. Megun fólks var sáraum á þessu ári. Isalög, haf- ísar og ófærð bannaði fólki að leita atvinnu sinnar á landi og sjó. Margir um Vesturland flosnuðu upp um vorið og í Barðastrandarsýslu fóru börn á vergang. Fé var þá víðast tekið þar að stráfalla, þótt flestir hefðu farið að skera á þorra og síðan á ýmsum tímum, en hesta og kýr drápu menn sumstaðar niður um vor- ið. Lambadauði varð hræðilega mikill um allt land. Varð víðast hvar ei fært frá fyrri en í elleftu viku sum- ars og urðu þá sumir að skera hvert einasta lamb sitt vegna snjóþyngsla og gróðurleysis á afréttum. Hross nokkur féllu úr ófeiti um Norðurland og fátt eitt af sauðfé á einstöku stöðum en mikill sauðfjárfellir í Múlasýslum. Að stórfellir varð ei almennt olli pen- ingsfæð, þar svo margt var fallið árið áður. Líka voru hey víða sæmilega mikil undan sumrinu 1801, þar til höfðu undanfarin harðindi gjört menn varsamari með ásetningu skepna á sumarheyin. Hafísinn tálmaði mjög skipakomu, einkum nyrðra. Akureyrarskip kom þar á höfn 29. ágúst og varð þang- að þó skipa fyrst. Hafði það verið 18 vikur í sjó og 14 daga blýfast í hafís fyrir Langanesi. Fiskirí á Eyrarbakka og Þorlákshöfn í betra lagi þó seint kæmi. Fisklaust í Gullbringusýslu til sumarmála og úr því sárlítill afli, nema á Innnesjum um vorið í meðallagi. Góður afli undir Jökli. A Barðaströnd varla fiskvart um vertíð en góður afli um vorið. I ísafjarðarsýslu besti afli frá því róið varð fyrir ísi og það allt sumarið. Norðanlands enginn fiskafli utan lít- ið eitt á Skagafirði um sumarið. Fuglveiði við Drangey engin vegna hafíssins. Mikill sildarafli á Akureyri er varð til stórrar lífsbjargar fólki í Eyjafjarðar-, samt nokkrum í Þingeyjar- og Hegranessýslum. Var tunnan seld fyrir 32 sk. Hvali rak og nokkra víða, er urðu mörgum að notum. Einn rak á Naustum á Höfðaströnd, annan í Málmey 40 álnir á lengd og nær því eins digran, hafurketti þriðja í Héðinsfirði, fjórða á Siglunesi, kálf fimmta á Flateyjardal, sjötta á Langanesströndum. Tvo rak á ísafirði um sumarið, einn skutluðu og ísfirðingar og einn fannst beinlaus á sjó úr Barðastrandarsýslu er róinn var í land. Voru á honum 200 vættir. Þó þessi guðs blessan kæmi svo ríkugleg á land í þessum fjórðungum var þó almenn neyð og hallæri, einkum syðra í nánd við Reykjavík hvar fólk lagðist margt hvað í skyrbjúgi, tannveiki og kreppusótt. Dó þar sumt úr téðum sjúkdómum og að nokkru leyti úr harðrétti. 2. Mannalát A. Nafnkenndra 1. Joachim Kristján Wibe amtmaður í Vesturamtinu þann 11. febrúar, norskur að ætt og uppruna, góður maður. http://www.ætt.is 9 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.