Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Qupperneq 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Qupperneq 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011 Bjarni Harðarson talaði ívium íslenska fræðimenn í svc‘t’ Þcssa einmana sál í •« sveitakytrunni sem skrif- \ M ar. Tók hann sem dæmi I (luðrúnu frá l.undi, Magnús \ ■ a Vöglum, Pál í Sandvík og : ýt-'' W Snorra í Reykholti. þeirra erum við enn. Það skipti meiru að í þúsund ár áttum við varla þorp. Nær öll byggðin var í einangr- uðum bæjum þar sem bjó ein kjarnafjölskylda, ögn stærri en í dag, en samt órtrúlega fátt fólk, og langt að sækja félagsskap út fyrir þennan litla hóp. I rómantísku aftanskini sveitamenningarinnar var algengt að mála sveitalífið svo upp að þar hafi ver- ið 30 manns í einni baðstofu, þrjár til fjórar kyn- slóðir, sægur vinnufólks og stöðug menningariðja þar sem haldin var menningarleg kvöldvaka árið um kring. Heimildir styðja þessa mynd þó ekki nema sem undantekningu á stöku stórbúi. Algengara er að ekki séu nema þrjár til sjö sálir á um 15 hundraða jörð, bændahjónin, karlægt for- eldri annars þeirra, einn vinnumaður fátalaður, ein vinnukona sem er inni í sig og þau tvö af bæjarbörn- unum fimm sem lifðu af síðasta faraldur barnaveik- innar. Jú og kannski einn kramaraumingi, sá áttundi. En á stöku bæ er bóndinn, líkt og Ámi Magnússon í Lundi í Stíflu, faðir Guðrúnar, bókamaður og áhuga- samur um margt. Stéttskipt samfélag En þetta er enginn Kardimommubær þar sem all- ir eru blátt áfram. Við emm í þúsund ára stéttskiptu samfélagi. Bóndinn sest ekki niður með vinnumann- inum að ræða þessi hugðarefni sín, slíkt er einfaldlega ekki viðeigandi og varla ræðir hann þetta heldur við konu sína sem presturinn hefur kennt honum að eigi að vera honum undirgefin. Ekki getur hún rökrætt við hann um tilgang alheimsins eða ágæti séraguðmund- arkynsins. Bara ef hann byggi í sænsku Smálöndunum eða Sogni í Noregi. Þá fengi hann tækifæri til að spjalla við jafningja sína, hina bændurna í þorpinu, en hér í þessum afdal er hann einn flesta daga ársins. Eðlilega leiðist honum en einmitt það verður honum aflvaki að gera eitthvað. Ur því að ekki er við neina lifandi vem að tala um hugðarefni sín er ekki nema eitt að gera. Hann á sín samtöl við bókfellið. Og fræðaþjóð- in verður til. Með þessu vil ég líka kasta fram þeirri kenningu að sagnamenningin sem slík hafi fráleitt verið meiri eða öflugri hér á landi en meðal margra frænda okkar. Hún varð einfaldlega öðru vísi. í stað þess að setjast á þorpstorginu og þylja varð fræðaþulurinn að draga sig einn að púlti sínu og skrifa. Ef þeir væru ekki dauðir... Og hvergi var þessi menning íslenskra blekbænda sterkari en í Skagafirði. Sjálfur á ég til Skagfirðinga að telja í ættum fram. Föðurafi minn, sem var lengst- um bóhem og listmálari í Reykjavík og suður á Spáni, sagði mér ungum.þegarég vildi fræðast afhonum, að á hans æskudögum hér í Hegranesi hefði verið sæg- ur af mönnum sem skrifuðu niður ættartölur og aðr- ar leiðinlegar romsur. „Ef þeir væru ekki dauðir allir þá væru þeir áreiðanlega langt komnir með að læra símaskrána utanað,“ bætti hann við og skildi mig eft- ir úti á þekju. Við fyrstu sýn er það einmitt algerlega tilgangs- laust að kunna ættir utanbókar, geta þulið upp nöfn presta eða muna hvernig sóknarmörk breyttust á Úthéraði á 18. öld. Allt samt hugðarefni þessarar þús- und ára sveitaakademíu Islendinga. Og raunar stór- iðja hennar því ef borið er saman við þau störf sem stóriðjan veitir í dag við þann mannafla sem gamla fámenna bændasamfélagið gaf af tiltölu í ættrakning- ar, sögur af slysförum, uppskrift hómilíubóka og rit- un hetjusagna er ég nokkuð viss um hvort er stærra að tiltölu. Bókvitið verður ekki í askana látið, sagði gamla fólkið. Listaverk með þessu heiti var, já og er, fram- an við félagsheimilið heima í minni sveit og sem barn trúði ég því að máltækið vísaði með einhverjum dul- arfullum hætti til þess að maður ætti ekki að brenna bækur upp til ösku, ekki að láta bókina í öskuna,- svo mjög voru askar þá framandlegir nútímalegum upp- sveitabörnum sem ólust upp í gróðurhúsum. Fræðimennskan gerði okkur rík En auðvitað voru máltæki eins og þessi til að kon- ur, börn og skillítið fólk sólundaði ekki stritvinnutíma sínum í kveðskap, lestur og skriftir. Það hefur aldrei þótt mikil prýði á kvenfólki að yrkja, skrifar Jónas Hallgrímsson og fer nærri um aldarandann. Reyndin er þó marktækari en orðskviðir genginna kynslóða. Þrátt fyrir sult og seyru hélt íslenska þjóðin áfram að skrifa. Skagfirðingurinn Bólu-Hjálmar sker bláfátækur vísu í lúin húsþilin þegar hann er papp- írslaus. Fjallmenn krota dýrar klámvísur á bein en sendimaður biskups skrifar í sandinn. Eins og ekkert skipti máli nema þetta eitt. Að skrifa. Það lítur út fyrir að vera einmanaleg iðja að sitja einn í horni og pára upp hvort sem það eru ætt- artölur, hetjusögur eða frásagnir af drykkfelldum kvennamönnum. En það er misskilningur þess sem ekki hefur reynt. Þetta er félagslegt menningarstarf sem gefur þeim sem gerir meiri fyllingu félagslífs en að sitja í hópi dauðlegra misvel heppnaðra manna. Hér eru allir eins og hugur manns og þetta er menn- ingarstarf sem byggir í raun á því að draga þekkinguna http://www.ætt.is 16 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.