Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Blaðsíða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Blaðsíða 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011 Fyrirspurnir Jæja gott fólk, þá er kominn tími til þess að bretta upp ermarnar og svara öllum þeim fyr- irspurnum sem rignt hefur yfir Fréttabréfið. Sumt eru að vísu gamlar syndir! Vonandi hefur einhver tíma til að kíkja á þetta. Við getum séð um þýðingar ef þörf er á. Sendið þá íslensku svörin á ritstjórann á netfangið gudfragn@mr.is Fyrirspurn 1 Heyrnarlaus forfaðir Camilla Thorleifsson, ungur menntaskólanemi í Colding í Danmörku, kom til íslands með mennta- skólanum sínum fyrir nokkrum árum og rifjaði þá upp að hún átti íslenskan forföður. Hana langar til að vita nánari deili á honum. Forfaðir Camillu hét Markús Þorleifsson, ættaður úr Skagafirði. Hann var mállaus og var 12 ára send- ur á málleysingjaskóla til Danmerkur 1862, eftir að faðir hans lést. Netfang Camillu er ge_ami_2006@ hotmail.com Fyrirspurn 2 Núlifandi ættingjar Kurt Willumsen og konu hans Inge í Danmörku langar til þess að ná sambandi við ættingja Guðnýjar Þórdísar Brynjólfsdóttur, sem var langamma eig- inkonu hans. Guðný var fædd 1.1. 1863 á Dísarstaðir í Eydalir sókn (stafsetning sendanda) og lést 89 ára blind í Kaupmannahöfn 13. 1. 1952. Hún giftist á Islandi, 19 ára gömul, í Haloe kirke í Hofs prestakalli (stafsetning sendanda) fyrir austan, 28. október 1882, Hans Dufour Petersen (1850 - 1929). Þau hjónin bjuggu á 0ster Alle 30 í Kaupmannahöfn. Þau fluttu til Kaupmannahafnar 1883 ásamt elsta syni sínum Jacob Theodor. Hann lést í mars 1883. Dóttir þeirra, Martine Gunnild, bjó í næsta húsi við þau til 1974. Systir Guðnýjar flutti einnig til Danmerkur. Kurt og Inge eiga mynd af henni en vita ekki nafn henn- ar. Sagt er frá foreldrum og forfeðrum Guðnýjar í Ættum Austfirðinga 7. bindi. Margar myndir eru til af Guðnýju. Einnig er til mynd af bænum sem Guðný kom frá. Börn Guðnýjar og Hans: 1. Jacob Theodor Dufour Petersen 2. Christian Dufour Petersen 3. Hans Dufour Petersen 4. Edward Dufour Petersen 5. Alfred Einar Dufour Petersen 6. Valdemar Dufour Petersen 7. Martine Gunnild Dufour Petersen 8. Carl Dufour Petersen 9. Sophus Dudour Petersen. Kurt og Inge langar mikið til þess að ná sambandi við ættingja Guðnýjar á íslandi. Svar má senda á net- fangið kiw@mail.tele.dk eða til: Kurt Willumsen Munkerup Munkerup Strandvej 39a 3120 Dronningmplle Sími: 49 71 75 66 og Gsm: 21 48 51 31 Fyrirspurn 3 Trosnaðir þræðir Leyton Higgins skrifar Fréttabréfinu og leitar að fróðum ættingjum og upplýsingum. Amma hans var Þórunn Bjarnadóttir. Hún kynntist enskum hermanni í stríðinu og flutti með honum til Englands. Foreldrar Þórunnar voru Bjarni Bjarnason og Guðný Pálsdóttir frá Reykjavík. Leyton segist eiga frænda og frænk- ur í Reykjavík en flestir ættingjar sínir, sem eitthvað vissu, séu látnir. Hann á þó frænku sem hafði í fórum sínum ættrakningar sem náðu fram á 9. öld en hann hefur misst samband við hana, heldur að hún sé flutt til Spánar. Leyton langar mikið til þess að afla sér upplýsinga um ættina sína. Hann heldur að það hafi verið gerð kvikmynd um ættina sína en veit þó ekk- ert nánar um það. Ef einhver getur komið honum á sporið væri hann þakklátur. Svar má senda á netfangið: Leyton.Higgins@ portsmouthcc .gov.uk Fyrirspurn 4 Flutti ættinginn til íslands? Poul Kristensen Vilsgaard er danskur ættfræðingur sem grunar að ættingi hans hafi flutt til íslands. Hún hét Jensine Nikoline Vilsgaard, fædd 13. nóvember 1902 í Nyköbing Mors. Hún var dóttir Niels Sörensen og Antonette Marie Yttrup. Poul er þakklátur fyrir allar upplýsingar, en þær má senda á netfangið: Poul Kristensen Vilsgaard Hpjvang 14 7323 Give DK poul@wos.dk http://www.ætt.is 22 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.