Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Page 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Page 10
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011 Ranhólar í landi Sveinsstaða. Bæjarrústir í forgrunni. Hólarnir fjarst til vinstri eru Þrístapar, þar sem síðasta aftakan fór fram. Vatnið til vinstri er Hópið en Vatnsdalsá og Húnavatn hægra megin á myndinni. Þingeyrakirkja sést þar á milli í fjarska. Lengst í burtu Skagastrandarfjöli. (Ljósmynd Magnús Ólafsson f.v. bóndi á Svcinsstöðum) 2. Sveinn Sigurðarson prestur að Stöð í Stöðvarfirði, 2. mars. 3. Jón Jónsson prestur til Reynistaðarklausturs, 11. mars. 4. Stúdent Ormur Arnason í Suður-Múlasýslu, 5. apríl. 5. Björg Pálsdóttir ekkja Einars prests Þórðarson[ar] í Hvammi í Dölum, 9. apríl. 6. Kristín Olafsdóttir kona fyrrum Þingeyraklaustur- prests séra Þorláks Magnússonar á Lækjamóti, rúmt áttræð. 7. Ragnhildur Jónsdóttir kona stúdents Jóns Jónssonar í Hruna. 8. Þórunn Guðmundsdóttir sýslumanns, kona séra Björns Vigfússonar á Eiðum, á barnssæng. 9. Þóra Ketilsdóttirkona séra Sæmundar Þorleifssonar á Stað í Kinn. 10. Henrik Hansen í Keflavík, seinast Bátsandakaup- maður. 11. Hilaríus Illugason prestur á Mosfelli í Grímsnesi, hafði prestur verið full 40 ár. 12. Gunnhildur Hákonardóttir ekkja Jóns prests Eggertssonar á Holti í Önundarfirði, 58 ára. 13. Sigríður Sigurðardóttir kona prófasts séra Jónasar Benediktssonar á Höskuldsstöðum. 14. Ástríður Bjarnadóttir sýslumanns Halldórssonar, kona exsýslumanns í Strandasýslu Halldórs Jakobs- sonar. 15. Stefán prestur Halldórsson í Laufási, háaldraður, jubilkennari. 16. Merkisbóndi Jón Jónsson á Auðunnarstöðum í Víðidal, á ferðareisu á Núpi í Haukadal, 31. júlí. Maður vel að sér í mörgu, besti smiður. 17. Bóndinn Þorleifur Pálmason á Breiðabólstað í Sökkólfsdal, háaldraður. 18. Prestsekkja Guðrún Tómasdóttir. 19. Prestsekkja Þuríður Jónsdóttir. B. Ýmsra voveiflega Fjórir menn drukknuðu úr Fljótum á heimleið með skreiðarfarm úr Siglufirði. Tveir menn drukknuðu af báti af Kjalarnesi á leið til sjóróðra í Njarðvíkum. Bát hvolfdi á rúmsjó fyrir Seltjarnarnesi, fórst af honum annar maðurinn en hinum bjargaði með eigin lífsháska Guðmundur Jónson bóndi á Skildinganesi. Tveir menn drukknuðu í ofviðri frá Skarði í Dalasýslu og þriðji maður að auk. Þrír menn urðu úti syðra í Mikaelismessu kafhaldinu. Tveir urðu úti á Reykjaheiði með fé, einn í Húnavatnssýslu. Einn maður, Tómas að nafni frá Finnastöðum í Eyjafirði, hrapaði til dauðs úr fjalli. Annar úr Patreksfirði hrapaði villtur í kafhaldi ofan fyrir kletta á Kleifarheiði, fannst daginn eftir með litlu lífi. Magnús Jónsson búandi á Stóra-Hamri í Eyjafirði dó á þann hátt að hann varð undir uppreftri heytóft er datt ofan yfir hann. Höndlunarskip er koma átti á Skagastönd strandaði við Hjaltabakkasand um haustið. Dóu af því skipherr- ann og kokkurinn og fannst ekki skipherrann. Góssi varð bjargað. Siglufjarðarskip strandaði þar á höfn- inni, mönnum og góssi varð bjargað. Töluverður bráðdauði manna í Isafjarðarsýslu. Þannig dóu fjórir á einum bæ sama dag. Þann 18. september varð ógift bústýra á Garða- brekku í Staðars veit bráðkvödd og þar ei var vinnufært kvenfólk eftir á bænum var kvenmaður fenginn heim- an frá Görðum daginn eftir til að elda. En sem hún fór http://www.ætt.is 10 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.