Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Qupperneq 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2011, Qupperneq 6
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2011 Blákaldar staðreyndir um markið hans Gottsvins Hamarsskorið hægra. Sýlt og gagnfjaðrað vinstra. Það var mark Gottsvins í Steinsholti, samkvæmt markaskrá Árnessýslu frá árinu 1810. Það kom í ljós þegar Páll Lýðsson hóf að rannsaka söguna um rjólbitann og fjár- markið. Og það hékk fleira á spýtunni. Meðan afkomendur Magnúsar Jónssonar frá Stóra- Ármóti hafa mann fram af manni markað fé sitt með Gosamarkinu, tvístýft aftan hœgra, sneiðrifað aftan vinstra, og rifjað upp merkilega sögu þess, leynist önnur saga sem Páll Lýðsson bóndi og fræðimaður í Litlu-Sandvík gróf upp og ritaði fyrir um 30 árum. Páli lék hugur á að vita hvert hefði verið mark Gottsvins í Steinsholti, og hvort sú saga væri sönn að hann hefði gefið Magnúsi í Bráðræði markið sitt fyrir rullubita. Studdist hann þar við Kambsránssögu. Páll leitaði uppi markaskrá Árnessýslu 1810 en hún er handskrif- uð í Þjóðskjalasafninu. Þar fann hann mark Gottsvins Jónssonar í Steinsholti: Hamarsskorið hœgra. Sýlt og gagnbitað vinstra. I markaskrá Árnessýslu frá 1825 er markið: Hamarsskorið hœgra. Sýlt og gagnfjaðrað vinstra. En það er árið 1827 sem Gottsvin, þá í jám- um á Stóra-Ármóti, á að hafa gefið Magnúsi mark- ið sitt. Magnús í Bráðræði Páll sneri sér þá að Magnúsi Jónssyni frá Stóra- Ármóti og athugaði mörkin hans. Magnús fæddist 2. ágúst 1807 á Drumboddsstöðum, hann var bóndi að Felli í Biskupstungum 1833-1835, bjó í Austurhlíð í Tungum 1835-1861 og í Bráðræði í Reykjavík 1861- Hér má sjá mark Gottsvins í Steinsholti sem oft var kallaður Þjófa-Gosi eða Gamli-Gosi. Það var í marka- skránni árið 1825 hamarsskorið hægra, sýlt og gagn- fjaðrað vinstra. Páil Lýðsson fann það síðar hjá bæði Jóni syni hans og Jóni sonarsyni á Syðri-Sýrlæk. Páll Lýðsson bóndi og fræðimaður í Litlu-Sandvík rann- sakaði sögu fjármarks Gottsvins í Steinsholti og komst að ótrúlegri niðurstöðu. (Ljósmynd Guðfinna Ragnars- dóttir) 1889. Þar dó hann 28. maí 1889. Magnús var aðeins tvítugur er hann setti járnin á Gottsvin og rétti hon- um rullubitann sem frægt er orðið og þáði fjármark hans fyrir. Magnús var merkismaður, var um tíma alþing- ismaður Reykvíkinga. Athuganir Páls Lýðssonar sýndu að í markaskrá Árnessýslu frá 1850 er mark hans: Stýft hœgra. Sneitt aftan vinstra. Þetta er hreint mark og gott, segir Páll, en var þá tiltölulega nýtt í eigu Magnúsar. Það hafði áður verið í Tungunum. Narfi Ásbjörnsson á Brú tók það upp 1835, en það finnst hvergi í töflunni 1825. Páll athugaði einnig hvaða mark Magnús hafði þegar hann flutti suður. Hann skoðaði fyrstu prent- uðu markaskrána í Gullbringu og Kjósasýslu 1865. Þar fann hann ekkert mark sem tilheyrði Magnúsi en segist þó ekki hafa leitað vandlega. í eigu sonar og sonarsonar Páll sneri sér þá að áframhaldandi leit að marki Gottsvins. í markaskrá Árnessýslu 1850 finnur hann markið: Hamarsskorið hœgra. Sýlt og gagnfjaðrað vinstra. Þá eru sex ár liðin frá láti Gottsvins. Markið er þá í eigu Jóns Gottsvinssonar á Syðri-Sýrlæk. En hann var sonur Gottsvins, fæddur 1806, dáinn 1867. Hann hefur þetta mark einnig í fyrstu prentuðu markaskránni 1863. í þriðju prentuðu markaskrá Árnessýslu 1876 er markið enn skráð: Hamarsskorið hœgra. Sýlt og gagnfjaðrað vinstra. Eigandinn er þá Jón Jónsson Syðri-Sýrlæk. Hann er sonarsonur http://www.ætt.is 6 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.