Foreldrablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 5

Foreldrablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 5
GUNNAR M. MAGNÚSS. Hundrað ára áfangi i. Árið 1862 er tímamótaár í fræðslu- og skólasögu Reykjavíkur. Þá var skóli fyrir börn fyrst stofnaður, samkvæmt lögum, og hefur starfað óslitið síðan. Þessa áfanga í menningarmálum var á margvíslegan hátt minnzt með há- tíðahöldum s. 1. vor og sumar. Efnt var til sýninga á vetrarvinnu nemenda í öllum barnaskólum borgarinnar. dag- ana 19. og 20. maí. Hinn 31.maí var sameiginleg skólaslitahátíð haldin á íþróttaleikvanginum, Laugardalsvelli, fyrir alla skóla barna- og gagnfræða- stigsins, 15 alls. Haldin var skólasýn- ing, sem opnuð var 8. júní í Miðbæj- arskólanum. Sú sýning var í þremur deildum: söguleg sýning, kennslutækja- sýning og bókasýning frá Ríkisútgáfu námsbóka. Var sýningin opin fram að Jónsmessu. Sóttu hana um 15600 manns. Loks var svo haldin skólahátið í Þjóðleikhúsinu hinn 14. október s. 1. til þess að minnast þessara tímamóta. II. Þegar litið er til baka, til ársins 1862, virðist það vera allfjarri. Það er þriggja til fjögurra kynslóða æviskeið. En þó er það ekki fjær en svo, að segja má, að það sé á næsta leiti í sögu þjóðar- innar. Allir tímar hafa verið erfiðir tímar fyrir mannkindina. En allir tímar hafa einnig verið framfaratímar, þrátt fyr- ir allt. Við, sem nú stöndum á sjónar- hóli upp úr miðri 20. öld, hugsum gjarnan til þess liðna með nokkrum tómleika og jafnvel vorkunnsemi. Hversu snautt var ekki lífið í þessum bæ, á þessu landi fyrir hundrað árum, án vélatækni, án rafljósa, bifreiða, vit- varps, síma, almennra skóla og hvers konar listisemda, sem við eigum kost á að njóta. Við höfum hreppt mörg hnoss til anda og handar, en við getum rennt grun í, að kynslóðin 2062 hugsi svipað til okkar, sem nú lifum, eins og við gerum til kynslóðarinnar 1862. Eftir hundrað ár verður komin ný heims- mynd, ef jarðarkúlan hangir þá sam- an svo lengi. En skeiðið kringum 1862 var svo sannarlega mikið framfaratimabil. I Reykjavík voru árið 1862 1440 íbúar, hafði fjölgað um 550 síðustu 20 árin. Og þjóðinni hafði á sama tímabili fjölg- FORELDRABLAÐIÐ 3

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.