Foreldrablaðið - 01.01.1962, Side 9

Foreldrablaðið - 01.01.1962, Side 9
Myndlist og föndur Viðtal við Þóri Sigurðsson myndlistarkennara: — Hve gömul eru börnin, þegar þau hefja nám i myndlist i barnaskólan- um? „Myndlist eða teikning, eins og námsgreinin er oftast nefnd, hefst fyrsí í 10 ára deildum. Þ. e. a. s. þá er henni fyrst gefinn ákveðinn tími á stunda- skrá barnsins, tvær kennslustundir vikulega.“ — Finnst þér þessi aldurstakmörk hœfileg, éÖa er œskilegt dS gera á þeim einhverfa breytingu? „Það mun einróma álit allra mynd- hstarkennara, að kennslu í þessari grein ætti að hefja strax í 7 ára deildum, og liggja til þess margar orsakir.11 — Hvernig er náminu hagaÖ í aSal- atriSum fyrsta árið? „Barninu er kennt að fara með lit- krit, vatnsliti og túss. Kennd er einföld litablöndun. Verkefnavalið er fjöl- breytilegt og sem dæmi má nefna: Vmsar hugsmiðar eða hugm^mdir, ein- föld mynzturgerð, atburðir úr sögum °g ævintýrum, lýsing einstakra atburða ú d. skipstrand, húsbruni, íþróttamót, gamlaárskvöld, skrúðgöngur o. m. fl. Myndir eru gerðar úr ýmsum efn- Ulh, t. d. mislitum pappír, notað lita- duft og lím í samhandi við fingramál- 11 rh og margs konar aðferðir eru not- aðar við gerð myndanna.“ — Hvernig er framhaldi námsins hagaÖ? „Seint fyrsta veturinn færist námið úr frjálsri bamateiknun yfir í mynd- ræna teikningu og hún nær yfir mest- an hluta kennslutíma tveggja næstu vetra. Reynt er að hafa tjáningaformið fjölbreytt. Gerðar eru klippmyndir, pennateikningar og pensilteikningar, teiknað með teiknikoli, dúkskurður, kartöfluprent, blýantsteikningar og málun með þekjulitum.“ — HvaÖ segir þú um sýningar á barnatei kni ngum? „Mér finnst, að sýningar séu yfir leitt jákvæðar. Þær hvetja nemandann til að gera sitt bezta og þar fæst góð- ur samanburður á verkum barnanna. Ég hugsa, að það gæti verið skemmti- leg nýbreytni, ef íslenzkir skólar skipt- ust á sýningum. Til dæmis gæti þetta verið auðvelt hér í Reykjavík. Mynda fjöldi á sýningum sem þessum þyrfti ekki að vera mikill eða um 20—30 myndir.“ —- HafiÖ þiÖ fengiÖ verk erlendra barna til sýninga hér? „Já, það hefur komið fyrir og er þar skemmst að minnast mynda japanskra barna, en þær myndir hafa verið sýndar í íslenzkum skólum undanfar- in tvö ár.“ FORELDRABLAÐIÐ 7

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.