Foreldrablaðið - 01.01.1962, Qupperneq 12
Magnús Magnússon
Of lengi feyktu byljir
veikum gróðri
Útvarpserindi flutt 29. apríl 1962
Góðir hlustendur.
Saga fræðslu í einhverri mynd er að
sjálfsögðu löng hér á landi. Síðan sagn-
ritun hófst á íslenzka tungu hafa leik-
ir lesið hækur hér. Hinir hafa þó lengi
verið fleiri, sem ekki kunnu þá íþrótt.
Mörg ár líða frá upphafi sagnritunar
til þess að í lög er leitt, að almenning-
ur fái bóklega fræðslu. Árið 1880 voru
sett lög um „uppfræðing“ barna í skrift
og reikningi. Lestrarkunnátta var nauð-
synleg til þess að hörn næðu fermingu.
Prestum og meðhjálpurum var falið
að hafa eftirlit með því, að þessi lög
væru haldin. Sömu aðilum var gefið
dómsvald um það, hvaða böm væru
hæf til þess náms, sem lögin kváðu á
um. Lög um fræðsluskyldu harna vom
sett 1907. Skólahald er þó mun eldra
en fræðslulögin, sem glöggt má sjá á
því, að nú á þessu ári er 100 ára af-
mæli skólahalds í Reykjavík.
Með samþykkt fræðslulaganna kom
til sögunnar ný stétt, sem spannaði
yfir landið í heild og hefur síðan þótt
bera nokkra ábyrgð á því, hvemig
kennslu- og uppeldismál þjóðarinnar
fæm úr hendi. Hún hefur ekki mér
vitanlega skorazt undan að hera sinn
hluta þeirrar ábyrgðar.
Mikill áhugi hefur því vakað með
kennarastéttinni um langa tíð á bætt-
um kennsluháttum í landinu. Saga þess
áhuga er löng og merk og verður ekki
rakin hér. Þó má minna á þrotlausa
baráttu stéttarinnar fyrir aukinni og
bættri menntun kennaranna sjálfra.
Hún hefur jafnan gert sér grein fyrir
því, að sá sem miðla á menntun til
annarra, þarf að ausa af nægtum. Vart
sér fyrir enda þessarar baráttu enn,
þótt mörgu hafi fengizt áorkað til bóta.
Það verður að teljast þjóðinni til happs,
að kennarar hafa verið vakandi og
áhugasamir um þau mál, sem að bættri
menntun og kennsluskipan lýtur.
Það verður að gera ráð fyrir því, að
minna hefði þokazt í áttina, ef kenn-
arastéttin hefði ekki látið til sín heyra
og beitt kröftum sínum til framgangs
hinna mörgu góðu mála, sem hún hef-
ur talið til heilla landi og þjóð.
Hún hefur rætt málin á fundum,
flutt þau síðan inn á þing samtaka
sinna, gert um þau áætlanir og álykt-
anir, og síðast en ekki sízt flutt skoð-
anir sínar á málefnum þeim, sem um
hefur verið að ræða hverju sinni, af
10 FORELDRABLAÐIÐ