Foreldrablaðið - 01.01.1962, Qupperneq 13
einurð og þrautseigju við þá valda-
menn, sem hlut hafa átt að máli. Eitt
af þeim málum, sem kennarar hafa
lengi velt fyrir sér, er það, hvað gera
skuli til þess að hjálpa þeim börnum,
sem seinfærust eru í námi vegna með-
fædds greindarskorts, uppeldisvand-
kvæða, heilsuleysis eða annarra orsaka.
Kennarar þekkja manna bezt árangur
eða árangursleysi þessara nemenda og
hafa fundið sárt til með þeim. Þeim
hefur verið ljóst, að allur sá tími, sem
fer í skólagöngu hjá þessum nemend-
um, nýtist ekki að því marki, sem von-
ir stæðu til, ef ráð fyndust til úrbóta.
Þetta hefur verið kennurum því meira
vandamál, þar sem þeim hefur verið
ljóst, að fræðslulögin frá 1946 eru hrot-
in á þessum varnarlausu einstakling-
um, og þeir hafa óviljugir, en knúðir
einhverju óljósu ytra valdi, hjálpað til
þess, að þessum lagabrotum yrði við
komið og fram haldið.
f 1. kafla áðurnefndra fræðslulaga
segir svo:
„Barnaskólar skulu leitast við að
haga störfum í sem fyllstu samræmi
við þarfir og eðli nemenda sinna, hjálpa
þeim að öðlast heilbrigð lífsviðhorf og
hollar venjur, vera á verði um líkams-
hreysti þeirra og veita þeim tilsögn í
lögskipuðum námsgreinum, hverjum
eftir sínum þroska.“
Hin uppeldisfræðilega og kennslu-
fræðilega skólun, sem hver einasti
kennari fær í námi og síðar í starfi,
fær hann til þess að staldra við og
íhuga, hvernig þessari lagagrein sé
framfylgt í skólunum. Slík íhugun vek-
ur spurningar t. d. eins og þessar: Skap-
ast hollar lífsvenjur hjá nemendum,
sem horfa upp á stöðug vandræði í
námi, sem ógerningur er að leysa úr í
25—30 nemenda deild? Verður lifsvið-
horf þessara einstaklinga jákvætt við
það að sýna þeim svart á hvítu um
miðjan vetur og að vori, hversu langt
þeir standa að baki öðrum jafnöldrum
sínum að andlegu atgervi, með því að
láta þá ganga undir próf í námsefni,
sem þeim hefur reynzt algerlega of-
viða, og sáralitlir möguleikar voru til
að hjálpa þeim til að tileinka sér? Eða
er það í sem fyllstu samræmi við eðli
og þarfir nemenda að senda þá með
þau verkefni heim til úrlausnar, sem
tíma og tæki hefur skort til í skólanum
að hjálpa þeim að skilja og leysa? Er
það í sem fyllstu samræmi við eðli sein-
færra nemenda að setja þeim mikið
fyrir til heimalestrar, svo yfirferð
námsefnis verði svipuð og í samræmi
við námsskrá hjá flestum nemendum
skólans?
öllum þessum spurningum hlýtur
sá kennari að svara neitandi, sem þekk-
ir til þessara nemenda.
Hvað á þá að gera? spurðu menn og
spyrja enn í dag. Hér á landi eru ekki
allir búnir að átta sig til fulls á þvi,
hvað gera skuli, þótt aðrar þjóðir og
þá ekki hvað sízt Norðurlandaþjóðirn-
ar hafi löngu tekið þessi mál föstum
tökum og kem ég að því síðar.
f 5. gr. II. kafla fræðslulaganna frá
1946 segir svo: „Undanþegnir frá að
sækja almenna bamaskóla eru: c) börn,
sem að dómi hlutaðeigandi kennara,
skólastjóra og skólalæknis, skortir hæfi-
leika til þess að stunda nám í almenn-
um barnaskóla, d) böm, sem að dómi
sömu aðila spilla góðri reglu í skólun-
um og eru miður heppilegt fordæmi
öðrum börnum, e) böm, sem að dómi
skólalæknis hafa eigi heilsu eða önnur
líkamleg skilyrði til að stunda venju-
legt barnaskólanám.“
Þarna slær löggjafinn þann varnagla,
FORELDRABLAÐIÐ 1 1