Foreldrablaðið - 01.01.1962, Síða 19

Foreldrablaðið - 01.01.1962, Síða 19
sérdeildum, en 6% í Gautaborg. Hins vegar eru skólahéruð, þar sem talan kemst niður í 2%. 1 öllu landinu nem- ur tala þessara nemenda 4.2%. Þetta svarar til þess, að nemendur, sem njóta ættu sérkennslu t. d. í Mela- skólanum í Reykjavík, hefðu verið 105 í 7% bekkjardeild skólaárið 1959—60, ef reiknað er með sömu %-tölu og í Stokkhólmi. Hins vegar væru það 79 nemendur í 5% bekkjardeild, ef reikn- að er með %-tölu þessara nemenda í Gautaborg. Ef reiknað er með þeim barnafjölda, sem gekk í barnaskóla Reykjavikur skólaárið 1959—60, þá er þar um 8087 börn að ræða samkvæmt skólaskýrslu fyrir þetta skólaár. Sé miðað við sömu hlutfallstölu hér og i Stokkhólmi, væru sérdeilda- og hjálparskólaböm 647 í í rúmlega 34 deildum. Viðmiðunin við Gautaborg, verður nemendatalan 485 í úmlega 34 deildum. Viðmiðunin við Stokkhólm sýnir, að þær 46 deildir, sem hér yrðu í Reykjavík, væm rúm- lega 15% af öllum deildum skólanna. Sé miðað við Gautaborg, yrðu deild- irnar 11.5% allra deilda hér, en þær voru þetta ár 296. Frá Finnlandi og Sviþjóð hafa skólamenn hér í Reykja- vík fengið góða gesti til leiðbeiningar um uppeldis- og kennslumál. Því er það okkur enn forvitnilegra að gera sam- anburð á þessum þætti skólamála hér og þar, og keppa að því marki að þeirri athugun lokinni að tileinka okkur það bezta frá þessum þjóðum og læra af reynslu þeirra. Hins vegar eru þeir svo langt komnir og sókn þeirra svo ör fram á við í dag, að við eigum langa leið ófarna til þess að standa þeim jafn- fætis. Eins og sést af því, sem sagt hefur verið, reyndu þær þjóðir, sem hugs- uðu af alvöru um uppeldis- og kennslu- mál að leysa þann vanda, sem skapað- ist í skólamálum við það, að öllum börnum var gert að skyldu að sækja skóla. Þessi vandi lá fyrst og fremst í því, að vanheilu og greindarsljóu börn- in fylgdust ekki með í náminu og töfðu allt starf i skólunum. Lausnin var, eins og áður segir, fundin með því að skipa þessum nemendum í sérstakar deildir. Það kom þó fljótt í ljós, að vandinn var ekki leystur með því. Þeir sem um þessi mál hugsuðu sáu, að ekki var hægt að ætla þessum nemendum sams konar vinnubrögð og námsefni og öðrum börnum. Það lá því í augum uppi, að breyta þurfti starfsaðferðum við kennslu þeirra. Það varð einnig fljót- lega ljóst, að ekki var hægt að ætlast til þess, að hver einasti almennur kenn- ari gæti söðlað um á svipstundu og tek- ið upp aðferðir, sem hæfðu. Árangur- inn varð því sá, að sérmenntun til þess- ara starfa þótti nauðsynleg og einnig hitt, að þeir, sem að þessu ynnu, helg- uðu sig starfinu sem sérfræðingar. Sú lausn mun víðast hafa verið fund- in í upphafi að koma á námskeiðum, þar sem þessi mál voru rædd og kruf- in til mergjar. Áhugamenn með heilla- drjúga reynslu leiðbeindu og sögðu frá því, hvað gefizt hefði bezt í starfi og hvað ylli mistökum. Þannig skapaðist hópur valinna manna, sem urðu leið- andi um margt, sem þessi mál varðaði. Þessir menn voru þess bezt vitandi, að margt vantaði á, að menntun þeirra og hæfni væri sú, að starf þeirra nýtt- ist til hins ýtrasta. Það var þess vegna þeirra áhugamál, að námskeiðin breytt- ust í skóla, sem gæfu þá beztu mennt- un til starfsins, sem völ væri á. Þessi áhugamál brautryðjendanna hafa nú víða orðið að veruleika, og erum við FORELDRABLAÐIÐ 17

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.