Foreldrablaðið - 01.01.1962, Side 25

Foreldrablaðið - 01.01.1962, Side 25
einna helzt, að þeim hafi virzt spurn- ing mín næsta fjarstæðukennd, svo sjálfsagt virtist, að allir sæktu nám- skeiðin, enda er mjög til þeirra vandað. Þekktir kennarar frá öðrum borgum eða löndum, svo sem Hollandi eða Austurríki, eru fengnir til fyrirlestra- haldsins, jafnframt eru sýningar á ýms- um nýjungum í kennslutækjum ásamt nýjum hókum, hæði handbókum fyrir kennara og lestrarbækur yngstu les- endanna. Ekki má gleyma föndrinu. Sýndir eru unnir pappírsmunir, papp- írinn í þá og annað því tilheyrandi, og hvar allt þar að lútandi er hægt að fá til kaups og hve mikið það kostar. (Skólavörubúðin hér ásamt Ríkisútgáfu námsbóka t. d. þyrftu að hafa hér svona sýningar á haustin.) Svo að ég víki aftur að fyrstu dög- um skólaársins, þá koma 6 ára bömin ekki fyrr en 4.—5. apríl í skólann. Þá er hátíðlega tekið á móti þeim. Á borð- um í skólastofum eru einhverjir mun- ir handa hverju bami, sem þau eldri hafa útbúið í föndri handa þeim yngri. Skólastjóri býður bömin velkomin með Örlítilli tölu, 2—5 min. Með bömunum koma aðstandendur. Verður þessi fyrsti skóladagur því mikill hátíðisdagur í lífi tama, heimilanna og skólans. Það hef- ur ekki svo litla uppeldislega þýðingu þetta: að láta 7 ára eða 2. bekkjar börn- m útbúa eitthvað til glaðnings hinum yngri, er þau koma í skólann og vilja jafnframt einhverju fyrir þau fóma. Margan 7 ára hnokkann langar sjálf- an að eiga sitt verkefni, en nú er að sýna og sanna, að menn tilheyra heimi eldri nemenda og hver vill ekki vera „stór“? Þið emð áreiðanlega og það fyrir löngu búin að veita því eftirtekt, að ég ^ef eingöngu sagt frá því, sem yngstu nemendum tilheyrir. Enda kynnti ég mér það að mestu. Vil ég því áfram sníða mál mitt við kennslu og náms- greinar þriggja til f jögurra fyrstu skóla- áranna, þ. e. a. s. lestur, skrift, reikning og átthagafræði. Um lestrarkennsluna er margt og' mikið hægt að segja. Engin tök eru á að gera viðunandi grein fyrir henni hérna í dag. Þó get ég í einni setningu sagt, hvaða aðferð er kennd: Hljóðað- ferð og orðaaðferð. Hljóðaðferð er sögð sú gamla aðferð suður þar, enda búin að vera við lýði í meira en öld. Eftir síðasta stríð er svo verið að byrja með orðaaðferð, og eru það áhrif frá framhaldsmenntun kennaranna við enskumælandi löndin, enda segja þeir sömu kollegar: Það er meiri hluti heims, sem lærir með orðaaðferð. Mér fannst merkilegt, er ég sá byrj- endabækurnar í lestrinmn sitt fyrir hvora aðferð, að þær vora báðar samd- ar af sama höfundi. Höfundurinn, sem var kona, kenndi í almennum bama- skóla, byrjendabekk, og líka kenndi hún við Lehrerfortbildung, þ. e. a. s. í háskólanum. Þar kenndi hún kennara- nemum og yngri kennurum (Zweite Lehrer-prufung). Byrjendabók hennar fyrir orðaað- ferðina (fyrri hluti bókar) er sett með skrifstöfmn. Er ég spurði hana, hvers vegna, svaraði hún: „Með skrifstöfum sjá börnin helzt og finna, að orðið er tengt fast saman af samhangandi stöf- um, og við þurfum líka að læra að skrifa hvort sem er.“ Einkenni á allri kennslu Frau Will voru: Mikið notuð áhöld, mikil fjölbreytni, mikil starfs- gleði, mikill agi og mikill árangur. Enginn dagur án einhverra áhalda. Fjölbreytni kom fram á vinnu á töflu. Yfirleitt lét hún bömin sjálf semja með FORELDRABLAÐIÐ 23

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.