Foreldrablaðið - 01.01.1962, Qupperneq 27
hver og einn að finna sjálfur, hvað á
bezt við sig. Einna algengasta áhald
reikningskennslunnar var málmtafla
með segulplötum. Hún var sýnd hér í
fyrra. Og þegar ég er nú að minnast á
áhöldin, fer ekki hjá því, að átthaga-
fræðinni sé farið að skjóta upp í huga
mér. Mér finnst næstum að segja, að
átthagafræðin hafi meira og minna
gripið inn í alla kennslu fyrstu skóla-
árin, hvert svo sem fagið var á stunda-
skrá. Af leikni og kunnáttu var henni
beitt, sér í lagi í lestrartímum, og þá
hvað mest af kennurunum við Lehrer-
fortbildung. Oft og einatt var byrjað
með átthagafræðitíma og haldið áfram
í þeim næsta með framhaldi af fyrra
verkefni, en þá sem stífasti lestur.
Er ég eftir á hugsa um, hvað mér
fannst frábrugðnast í átthagafræði þar
og aftur á móti hérna hjá okkur, þá
var það verkefnavalið og hvernig átt-
hagafræðitímarnir byrjuðu hverju
sinni. Verkefnin virtust að miklu leyti
tekin úr hinu þekkta umhverfi barns-
ins, svo sem borginni þeirra, sögu henn-
ar og séreinkennum, engu síður en því,
sem fjarlægara er umhverfi barnanna.
Hvernig byrjuðu svo tímarnir?
Kennarinn stóð steinþegjandi uppi
við borð sitt, tíndi fram og lyfti upp
hjálpargögnum, tækjum, bömin horfðu
á full eftirvæntingar. Kennarinn virt-
ist hugsi yfir þessU, sem á borðið var
komið, enginn sagði neitt.
Brátt hófust hendur á loft. Börnin
voru farin að hugsa, þenkja út frá
hjálpargögnum, án þess að nokkuð væri
talað.
Þá var tekið til óspilltra málanna af
kennaranum og unnið að verkefninu,
allir voru með. En er það ekki takmark
okkar, sem við kennslu fáumst?
Enn á ný langar mig til að segja og
taka fram, hversu mikil kyrrð og ró-
semi einkennist í allri kennslu, a. m. k.
yngri barna. Það var sama í hvaða
skóla ég kom. Engum virtist liggja á,
hvorki gagnvart „pensumi“ eða prófi.
Alltaf var nægur tími til að gefa sig
að viðfangsefninu og kryfja það til
mergjar. Gleggst kom þetta í ljós, að
því er mér virtist, er farið var með
bekkina út úr skólanum til athugana,
t. d. í Hagenbecksdýragarðinn, sem
eins og kunnugt er, hefur orðið fyrir-
mynd í uppbyggingu dýragarða. Dval-
ið var þar lieilan dag og unnið úr því,
sem séð var og lært næsta dag — eða
farið var um höfnina, sem er mér og
mínum líkum heilt völundarhús. Svo
er höfnin og það, sem hana áhrærir,
álitin mikil lífæð í afkomu þessarar
borgar, að séð er fyrir námskeiðum um
höfnina fyrir kennara i sjálfu „Lehrer-
fortbildung“. (Hún er á námsskrá 10
ára bekkjar). Þá má ekki gleyma vor-
inu, þegar farið er út. Blóm og tré eru
athuguð. Aðallega er farið, þegar ávaxta-
trén blómstra. Þá er og dvalið heilan
dag fyrir handan Saxelfi. Þar af leið-
ir, að næstu daga er talað um aldin-
rækt, landbúnað og fleira þess háttar.
Með þessu móti er reynt að koma stór-
borgarbarninu í tengsl við „móður
náttúru“.
Annað en það, sem nú er talið, man
ég frá skólaandrúmsloftinu, og það er-
hvernig börnin og kennari reyna að
gera sína skólastofu og ganga örlítið
persónulega.
Á bekkjarforeldrakvöldi — ekki for-
eldradegi — hreyfir kennarinn því
meðal foreldranna, að gaman mundi
vera að blómum í kennslustofunni.
Reyndar er hann lika búinn að tala um
slíkt í bekk. Bömunum er þá leyft að
lána eitt eða fleiri blóm til að standa í
FORELDRABLAÐIÐ 25