Foreldrablaðið - 01.01.1968, Side 9
ist í börnum ykkar. Þetta getið þið gert
bæði með mataræði og eftirliti með tann-
burstuninni.
Þið foreldrar, sem eruð svo hamingju-
samir að hafa eignazt börn, óskið að sjálf-
sögðu einskis frekar, en að þau verði
hamingjusöm í lífinu. Tennurnar hafa,
eins og hér á undan hefur verið tekið
fram, meira hlutverki að gegna en fólk
yfirleitt áttar sig á. Eitt mikilvægt skil-
yrði fyrir góðri heilsu, er góð melting.
Meltingin verður aldrei góð, nema tenn-
urnar séu góðar. Enn er það eitt, sem ég
vil benda á: Getum við ekki verið sam-
mála um, að heilar, velhirtar og falleg-
ar tennur séu til mjög mikillar prýði?
Vissulega getur þetta gefið barni yðar
sjálfstraust, sem kannski kann að hafa
úrslitaþýðingu fyrir, hvernig því vegnar
í lífinu.
Á þessu skólaári hafa tannviðgerðir
á 7—8 ára börnum verið teknar upp á
ný í skólum Reykjavíkurborgar. En að
sjálfsögðu er yður frjálst að senda barn-
ið til einkatannlæknis yðar, ef þér frek-
ar óskið þess. Rétt er þá að taka fram,
að ef börn, sem geta fengið tanneftirlit
og aðgerð hjá skólatannlækni, kjósa
heldur að fara til annars tannlæknis, þá
tekur borgarsjóður ekki þátt í endur-
greiðslu tannviðgerðakostnaðar þeirra
vegna.
Óski einhver að fá frekari upplýsing-
ar um tennur barns síns, eða um skóla-
tannlækningar, geri hann svo vel að tala
við skólatannlækninn.
Reykjavík, des. 1967.
Með kveðju.
Yfirskólatannlœknirinn.
UNGT SKÁLD
Kennarinn hafði sagt börnunum ýmis-
legt úr Njálu. Jóna litla var mjög hneigð
fyrir alls konar sögufróðleik og hafði
því gaman af þessum sögum. Það var
eins og Hallgerður fyllti mest rúm í
huga hennar, því að hún spurði kenn-
arann oft, hvort hann vildi nú segja
söguna af Hallgerði langbrók.
Nokkru seinna færði hún kennaran-
um þennan kveðskap:
Hrútur situr inni og Höskuldur hjá.
Höskuldur spyr:
„Hvernig lízt þér á meyjuna þá?“
Hrútur þegir lengi, en hörð og loðin brá
herpist í hnykla í hugsunum djúpum.
Loks segir Hrútur:
„Lofa ég meyju en langar að sgeja
nokkuð til þín.
Víst er hún falleg og fín,
en hvaðan koma þjófsaugu
í ættina til mín?“
Frúin (við blindan betlara): Vesalings
maður. Eigið þér enga að nákomna?
Betlarinn: Jú, ég á reyndar bróður, en
hann er Hka blindur, og við sjáumst
mjög sjaldan.
Vinnukonan: Læknirinn er kominn og
óskar að tala við frúna.
Frúin: Læknirinn. Það var verri sag-
an. Ég get ekki talað við hann núna.
Farðu og afsakaðu mig og segðu, að ég
geti ekki talað við hann, af því að ég
sé veik.
FORELDRABLAÐIÐ 7