Foreldrablaðið - 01.01.1968, Side 13

Foreldrablaðið - 01.01.1968, Side 13
andlegu og líkamlegu þreki og heilsu barnsins, að ónefndum mismun drengja og telpna hvað snertir þroskahraða. Séu framangreindar staðhæfingar rétt- ar, má ljóst vera: Börn eru geysi-mis- þroskuð til lestrarnáms, einstaka geta byrjað 4—5 ára, öðrum væri greiði gerður, ef lestrarnám þeirra hæfist ekki fyrr en 9—10 ára. Lestrarkennsla af hálfu skólanna er afar-misjöfn bæði að gæðum og kröfu. Foreldrar og heimili eru, að óbreyttum núverandi aldri byrj- enda og árlegri og daglegri lengd skóla- tíma, sennilega áhrifameiri um árang- ur lestrarnáms hjá nokkrum hluta nem- enda en skólinn og kennarinn. Hér skal ekki rætt samstarf þessara aðila, en það er geysimikilvægt. Ef börn hér byrja skólanám 1—2 árum fyrr, og daglegur skólatími lengist, þá skapast ný við- horf, og kröfur hljóta að breytast bæði til barna, kennara og foreldra. Það er með tilliti til allra þessara af- stæðu atriða, sem undirritaður hefur aldrei treyst sér til að hvetja foreldra opinberlega og almennt til að hætta allri lestrarkennslu barna en fela hana al- gerlega barnaskólunum. Myndi mín skoð- un að vísu litlu hafa breytt um við- horf foreldra hvort sem var. Jafnvíst er hitt, að ótímabær, léleg og ruglings- leg byrjunarkennsla fyrir skyldunám er allstórum hópi barna einungis til skaða, bæði hvað snertir lestramám og þó ekki síður viðhorf til skóla og náms yfirleitt. En það réttlætir ekki, að mínu áliti, að helmingur barna eða vel það sé hindr- aður í að byrja lestrarnám sér til gagns. Hvaö er í vœndum? Menn tala nú mikið um breytingar í skólamálum. Margt af því tali er utan- gátta við staðreyndir. Þó er vafalaust rétt, að nám mun taka miklum breyt- ingum á næstu áratugum. Ekki mun það síður eiga við um lestrarnám, enda hefur þar mátt finna feiknin öll af bá- biljum, sem tekin hafa verið fyrir gildan sannleik. í nýlegri bók, þar sem reynt er að meta gildi rannsókna á lestramámi, er talið, að niðurstöður margra þeirra séu æði- hæpnar. Er það að vonum, þar sem mjög litlu fé hefur í rauninni verið varið til þessa. Hér hjá okkur, sem teljum okk- ur mjög bökelskandi fólk, hefur sárafátt verið ritað um lestur, lestrarnám og kennslu, og rannsóknir engar gerðar að kalla. Undirritaður telur, að hér sé þörf mikilla umbóta. Stórauka þurfi bóka- kost um þessi efni, sérhæfa kennara frá Kennaraskóla íslands enn frekar en nú er gert í lestrarkennslu byrjenda og ann- arri kennslu í 3—4 fyrstu bekkjum barnaskólans, enda verði börnin skóla- skyld 6 ára. Foreldrar ættu að fá aukna fræðslu um lestramám og byrjenda- kennslu. Að lokum vil ég láta í ljós þá skoðun mína, að lestregða eigi mjög oft rætur að rekja til geðrænna og uppeldislegra orsaka. Námsáhuganum og hinum til- finningalegu þáttum hafi ekki verið næg- ur gaumur gefinn. Með því er ekki neit- að, að lestrarörðugleikar margra barna eigi rætur í ýmsum öðrum þáttum, svo sem í beinum greindarskorti (þá er raunar hæpið að tala um lestrarörðug- leika), kennslumistökum, sjónrænum og heymrænum ágöllum eða blöndu þess- ara og annarra ágalla í skynferli. En hér var ekki ætlunin að fara út í orsakir lestrarörðugleika, og er þessu spjalli lokið. FORELDRABLAÐIÐ 11

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.