Foreldrablaðið - 01.01.1968, Side 20
hann nái fundi Krists. Það þarf hann
þó að læra utan bókar.
6. Hér er drepið á erfitt viðfangsefni.
Það gefur auga leið, að séu heimili og
skóli ekki samstiga við fræðslu ung-
mennisins, nú þá er lítils árangurs að
vænta. Fjöldi nemenda í hverri bekkjar-
deild gerir hins vegar hverjum kennara
ógerlegt, að kynnast trúarskoðunum for-
eldra nemenda sinna. Hér er því óbrúan-
legt bil. Það er styrkur kirkjunnar okk-
ar, að trúarskoðanir hennar eru marg-
ar. Sannur getur kennarinn aldrei orðið
í kennslu sinni, ef hann reynir taktstig
við nokkuð annað en sjálfan sig. Hann
verður líka að gera sér þess grein, að
margur sá bjástrar við uppeldi barna
á íslandi, sem víðar, er engan þroska
hefur til þess. Kennarinn er heldur ekki
ábyrgur fyrir neinu nema þeirri fram-
tíð, er þjóð hans á í þeim bömum, er
honum eru falin til fræðslu. Víst veit ég
það, að foreldrarétturinn er rétti kenn-
arans meiri, og því skal hann virtur,
annað sæmir ekki í trúfrjálsu landi. Þér
finnst það e. t. v. kynlegt, er ég full-
yrði við þig, lesari góður, að ég hef
ekki hugmynd um, hvað trúfrelsi merk-
ir í setningunni hér að ofan. Merkir það
frjálst mat einstaklingsins? Ég fullyrði,
slíkt mat er ekki til, á meðan einstakl-
ingurinn elst upp meðal manna. Því
hlýtur það að þýða, að áróðursréttur
þröngs hrings sé meiri en þjóðarheild-
arinnar. í þessu felst lýðfrelsið, og vart
sæmir mér að hvetja kennara til þess að
misvirða það. Þó mætti flokka alla
fræðslu sem brot og nart í þetta fallega
orð frelsi.
7. Á íslandi er erfitt að gagnrýna
nokkurn hlut án þess, að það sé tekið
sem persónuleg árás. Ég vil í upphafi
taka það fram, að bækur Ríkisútgáfunn-
ar eru vel út gefnar og snotrar, og höf-
undar þeirra hafa unnið af vandvirkni.
Þetta felur þó ekki í sér það, að ég
telji fundið það formið, er bezt henti.
Nei, langt í frá. Handa hinum yngstu
vantar vinnubækur með stuttum frá-
sögnum er þau fylli síðan út í sjálf. Fái
það strax á meðvitundina, að því aðeins
verði Kristur þeim eitthvað, að þau,
hann og barnið, vinni saman. Nú ver-
andi túlkun gerir Krist að meðali í skáp
eða töfrasprota í skúffu. Það ber líka
alvarlega að varast, að túlka frásögnina
um Krist, sem liðinn atburð í óra-fjar-
lægð, styrkur hans er einmitt, að hann
lifir hér mitt á meðal okkar. Bækurn-
ar þurfa því að benda á þátt hans í dag-
legu lífi okkar. Mitt álit er, að vænlegra
sé að kynna Krist fyrir barni þannig,
heldur en að krefjast þess, að það geti
utan að þulið ferðasögu Páls postula,
svo að dæmi sé tekið. Sjáum við Krist
í líknarmálum þjóðarinnar? Sjáum við
hann í löggjöf hennar? Sjáum við hann
í skólum hennar? Svona gæti ég haldið
áfram að spyrja, en svarið mun oftast
verða: Hvað, dó hann ekki fyrir öld-
um síðan? Tilfinnanlegur skortur er á
heimilda kvikmyndum um guðinnblásna
menn, er laða nemendur til eftirbreytni.
Kjarni svars míns er þessi: Bækurnar,
sem nú eru notaðar, undirstrika ekki
nægjanlega, að Kristur lifir. Hann var
ekki aðeins heldur er.
18 FORELDRABLAÐIÐ