Foreldrablaðið - 01.01.1968, Side 25

Foreldrablaðið - 01.01.1968, Side 25
allt beðið. Þetta er garðurinn hennar Flóru. Hún getur ekki einu sinni þolað, að góðir vinir hreinsi illgresið, hvað þá að hún geri það sjálf. En nú skulum við halda áfram“. Engillinn fór nú með Dóru að þriðja garðinum. Þar virtist gróðurinn þrótt- mikill, en illgresi var þó í beðunum á milli blómanna. Rósarunninn leit vel út, en ef að var gáð, mátti sjá skordýra- lirfur skríðandi á honum, og blöðin voru morandi af biaðlús. „Þessi skordýr geta stórskemmt tréð“, sagði Dóra og leit á engilinn. „Já“, svaraði hann alvarlega. „Svona fer um þá garða, sem ekki eru hirtir. Skordýrin eyðileggja gróðurinn". Nú veifaði engillinn hendi yfir runnann og allan garðinn, og í sama bili breyttist allt, þó að garðurinn væri í raun og veru sá sami. Greinarnar á rósarunnan- um urðu smáar og ósjálegar, og í stað fagurra, margblaða rósa, báru þær litlar villirósir, og voru blöðin á sumum þeirra meira að segja visin. Aðalstofninn var kræklóttur og laufblöðin öll ósjáleg. Og ekki var ástandið betra, ef litið var á önnur blöð í garðinum. Illgresið hafði sums staðar nærri kæft þau undir sér, og arfinn greri í götunum, svo að varla sá í þær. Allt var fullt af skordýrum og sniglum. Dóru litlu stóð stuggur af því, sem hún sá, og hún þrýsti sér fast upp að englinum góða. En nú veifaði hann aft- ur hendinni, um leið og hann sagði: „Nú skal ég sýna þér, hvernig þessi garður getur oröiö, ef vel er um hann hirt“. Og í sama bili varð breytingin. Illgresið hvarf og skordýr og sniglar. Blómin urðu frískleg, fögur og angandi. En fegurst af öllu var rósarunninn í miðjum garðinum. Og þar sat nú syngj- andi fugl á hverri grein. Þetta var dá- samlegt. Engillinn tók til máls: „Barn, sem á svona garð, hlýtur að vera glatt og ánægt, annars væru þessir glaðværu fuglar ekki hér“. Dóra var svo undrandi, að hún gat engu svarað. En þegar engillinn hafði aftur breytt garðinum í sitt uppruna- lega ástand, sagði hún: „Bara að barnið, sem á þennan garð, vildi hreinsa iilgresið úr honum. Það get- ur kæft fallegu blómin“. „Já“, svaraði engillinn. „En illgresið hefur sterkar rætur, sem liggja djúpt. Hjá börnum er slíkt kallað óráðþægni. Jú, þú getur hreinsað illgresið úr garð- inum, ef þú hefur sterkan vilja á því. Þetta er nefnilega garöurinn þinn, Dóra“. Við þessi orð engilsins sneri Dóra sér svo snöggt við, að hún rak sig á stofn- inn á gamla eplatrénu, sem hún lá undir. Við það vaknaði hún trufluð og undr- andi. Hún lá í grasinu, og engillinn fallegi og allir skrúðgarðarnir voru horfnir. í sama bili kallaði mamma hennar á hana til að borða miðdegisverðinn. Hún reis á fætur og gekk hægt og íhugandi heim að húsinu. Hún ætlaði að segja mömmu sinni drauminn. En hvernig skyldi fara með garðinn hennar Dóru? Lauslega þýtt úr dönsku. E. St. FORELDRABLAÐIÐ 23

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.