Foreldrablaðið - 01.01.1968, Side 30

Foreldrablaðið - 01.01.1968, Side 30
EIRÍKUR STEFÁNSSON: Einstakur áhugi Magnús Sigurðsson Flestir vilja hafa nokkuð fyrir snúð sinn nú á dögum. Fáir eru ginnkeyptir fyrir þegnskaparvinnu. Fölskva hefur slegið á þann hugsjónaeld, sem logaði í brjósti margs íslendings í upphafi ald- arinnar, sem við nú lifum á. En „lengi lifir í gömlum glæðum“. Hér verður get- ið eins manns, sem sannar það vel. Það er Magnús Sigurðsson, skólastjóri við Hlíðaskólann í Reykjavík. Auk aðalstarfa við kennslu og skóla- stjórn, hefur Magnús lengi starfað að barnaverndarmálum, fyrst í Barna- verndarnefnd Reykjavíkur og síðar í Bamavemdarráði íslands. Langt er síð- an honum varð það ljóst, að víða er eitthvað að, og því þörf hjálpar meiri en þeirrar, sem hið opinbera lætur í té. Til em heimili, sem af ýmsum ástæð- um eru ekki fær um að annast uppeldi barna sómasamlega. Til em munaðar- laus börn, vanrækt börn eða nauðstödd með ýmsum hætti. Það var vissulega þörf á að rétta þeim hjálparhönd, ef unnt væri. Magnús svæfði ekki sam- vizku sína með því að segja: „Þetta kemur mér ekki við“. Hann eygði mögu- leika og hófst handa um framkvæmdir. Og þar var ekkert hik. Hræddur er ég um, að lítið hefði unnizt, ef Magnús hefði hugsað sem svo: „Ekki get ég nú fórnað sumarfríinu mínu endurgjalds- laust fyrir þetta mál“. En slík hugsun var honum fjarri sem sjá má af því, að í áratug eða meir hefur hann varið nœr öllum frítímum sínum í þarfir þessa hug- sjónamáls síns. Og hver er árangurinn? Árangurinn er sjóður að upphæð 2 milljónir króna, sem hlotið hefur nafnið Hjálparsjóöur œskufólks. Tvær milljónir er ekki neitt stórfé nú á dögum. Þó verða þeir pen- ingar ekki gripnir upp af götunni og ekki fengnir neins staðar án fyrirhafnar. Hvernig hefur Magnús farið að? Fyrir fjórum árum birti Foreldra- blaðið viðtal við hann, og gerði hann þar grein fyrir starfi sínu í þágu þessa 28 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.