Vikan


Vikan - 19.01.1978, Qupperneq 59

Vikan - 19.01.1978, Qupperneq 59
Við aettum nú að vera búin að ná okkur eftir öll veisluhöldin í kringum jól og áramót og aftur til í að efna til selskaps með kunningjum. Svona á miðjum vetri er tilvalið að bjóða upp á eitthvað heitt að drekka, og hér eru einmitt uppskriftir að nokkrum heitum drykkjum, sem gaman er að bjóða upp á. Slíka drykki er einnig tilvalið að sötra yfir sjónvarpi á síðkvöldum, eða fá sér einn slíkan eftir leikhús- eða bíóferð, að við gleymum nú ekki, hve notalegt getur verið að fá eitthvað reglulega yljandi eftir gönguferð eða skíðaferð. Heitir drykkir geta verið með eða án vínanda eftir tilefninu. Flestir þekkja orðið ,,glögg," sem er þekktur drykkur á Norður- löndunum, svo við látum það standa óþýtt. GLÖGG Hægt er að kaupa það næstum tilbúið á flöskum í sumum verslunum. (þ.e. essensinn með kryddinu), og þá er aðeins eftir að bæta í það víni og vatni, eftir því sem segir á flöskunni. En það eru til margar uppskriftir af glöggi, og hér koma nokkrar. RAUÐVÍNSGLÖGG 1 flaska rauðvín 1/2 dl vatn 1/2 dl sykur 3 dl sólberjasaft 5 negulnaglar 1 tsk. heilar kardimommur heill engifer pommeranskall 1 appelsína 1 sítróna. Þvoið og flysjið appelsínuna og sítrónuna. Sjóðið vatnið með hýðinu og kryddinu. Takið pottinn af og bætið saftinni í. Pressið sítrónu og appelsínu og blandið með sykri, rauðvíni og kryddaða soðvatninu. Látið blönduna standa í einn sólarhring með loki. Síið frá krydd og börk. Glöggið er hitað, þegar á að neyta þess, en það má alls ekki sjóða. SKIPSTJÓRAGLÖGG 1 flaska ódýrt rauðvín 2 dl ítalskur vermút 2 dl sterkt vín (45%) 1 dl rúsínur 1 dl flysjaðar möndlur 5stk. kardimommur 4 negulnaglar 1 stk. heill kanill 1 tsk. pommeranskall. Blandið vínið með kryddi, möndl- um og rúsínum, og látið liggja í yfir nótt. Hitið því næst blönduna með sykri eftir smekk og setjið vermút í. Að síðustu er sterka vínið sett í varlega og kveikt í. Potturinn borinn logandi inn til gestanna. Eldhús Vikunnar UMSJÖN: DRÖFN FARESTVEIT RAUÐVlNSTODDÝ Hitið rauðvín upp með sykri og gjarnan dálitlu af sítrónusafa eftir smekk og hellið í há glös, með skeið í, svo glasið springi ekki. Fyllið síðan með sjóðandi vatni í þann styrkleika, sem hver og einn vill hafa. Skemmtilegra er að nota sítrónusneið í staðinn fyrir safann. KRYDDAÐ RAUÐVÍNSTODDÝ 1 appelsína, heilir negulnaglar, 1 flaska rauðvín (ekki sætt), 3 dl vatn, 2-3 dl sykur, rifið hýði af 1 sítrónu. Stingið heilum negulnöglum í appelsínuna og setjið í pott, ásamt rauðvíni, sykri og rifnu sítrónu- hýði. Látið vínið standa og „trekkja" í nokkra tíma, setjið vatn útí. Hitið drykkinn upp, svo sykurinn leysist upp. Ef bera á toddýið fram í potti eða skál, er fallegt, að appelsínan með negulnöglunum fái að fljóta í. TEGLÖGG ÁN VÍNANDA 1 dl vatn 1 1/2 dl sykur 6 heilir negulnaglar 1 stk. kanill. Allt soðið saman og látið bíða í 15 mín. Takið af hitanum og setjið 3-4 msk. af djúpfrystum appel- sínusafa útí og safa af 2 sítrónum. Á meðan er útbúið gott og sterkt te úr 10 tsk. af telaufum og 1 lítra af sjóðandi vatni. Hellið saman við sykurlöginn og hitið að suðu. Berið fram rjúkandi heitt. BARNAGLÖGG 2 1 /2 dl sólberjasaft 1 lítri vatn, safi og hýði af 1 sítrónu, 25 g flysjaðar, saxaðar möndlur, 50 gr rúsínur. Allt soðið nema sítrónusafinn og möndlurnar, þeim er bætt í síðast. HEITUR EPLADRYKKUR 2 I eplasaft 20 rúsínur 1 tsk. kanill rifið hýði af 1 sítrónu eða appelsínu, sykur eftir smekk. Allt nema sykurinn hitað fljótt upp að suðu. Sykrað og borið fram heitt. „BISP" 1 flaska rauðvín, safinn úr 2 appelsínum, rifið hýði af 1 appelsínu og 1/2 sítrónu, ca. 1 dl sykur. Blandið öllu saman og látið standa til næsta dags. Síið og hitið gætilega að suðu, eða blandið með sjóðandi vatni eftir smekk. DANSKT GLÖGG 2 stk. heill kanill, 8 heilir negulnaglar, 2 stk. kardimommur, 1/2 flaska ákavíti, 1/2 flaska portvín, 50 g flysjaðar möndlur, 50 gr rúsínur, hýði af 1 /2 sítrónu, 100 g sykur, 2-3 flöskur rauðvín. Þetta er stór uppskrift, eins og sjá má. Brjótið kanilinn í smá bita og setjið ásamt negulnöglunum og kardimommunum í pott, hellið ákavíti yfir. Lokið pottinum og látið bíða í nokkra tíma. Setjið þá portvínið, rúsínurnar og saxað- ar möndlurnar útí, einnig sítrónu- hýðið í smá bitum og sykurinn. Hitið. Þá er rauðvínið sett í og haldið áfram að hita, þar til glöggið er mjög heitt, en það má allsekki sjóða. Setjið sítrónuskífur út í, þegar borið er fram. EGGJASNAPS 6 eggjarauður 4 msk. sykur 3 msk. romm 3 msk. konjak, ca. 1 I heit mjólk, þeyttur rjómi, múskat. Þeytið eggjarauðurnar með sykr- inum og hrærið rommi og konjaki saman við. Setjið í glös eða bolla, fyllið með heitri mjólk og hrærið í. Skreytið með stífþeyttum rjóma, og stráið múskati yfir. ÍRSKT KAFFI Búið til sterkt kaffi og stífþeytið 1 pela af rjóma. Hellið 1 skammti af viskíi í hvert glas, og látið hvern sykra fyrir sig með púðursykri. Að lokum er vænn skammtur af þeyttum rjóma settur ofan á í hvert glas. Kaffið er síðan drukkið í gegnum rjómann. RÚSSNESKT SÚKKULAÐI Bræðið ca. 30 g af súkkulaði í 3 1 /2 dl af vatni og setjið 1 /2 dl af sykri saman við og 1/8 tsk. salt. Hrærið og sjóðið gætilega í 5 mín. Bætið 1 dl af mjólk og 1 dl af rjóma saman við. Hitið upp aftur, en nú má ekki sjóða. Að lokum er sett 1 tsk. af vanillusykri og 4 dl af rjúkandi nýlöguðu kaffi. Öllu blandað saman og borið fram strax, gjarnan með rjómatopp ofan á hjá hverjum. 3. TBL. VIKAN 55

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.