Unga Ísland - 01.07.1931, Page 1

Unga Ísland - 01.07.1931, Page 1
lleykjavík, Júlí —Ágúst 1931. 26. árg. ÁRÓRA. Goðsagnir Forn-Grikkja eru fullar af fegurð. Pað var trú þeirra, að Áróra, hin rósfingraða morgungyðja, opnaði hlið dagsins í dögun. Hún sveif um lcft- ið í regnbogalitri guðvefjarskikkju og sópaði burtu sorta nætur með ljósum degi. Fuglar heilsuðu henni með lofsöng- um morgunsins, þegar hún dreypti svalandi dögg á blómin í svefnrofunum. Á eftir henni fór hinn bjarti og fagri bróðir hennar, sólguðinn Apolló. Hann ók upp á himininn gullvagni með gæð- ingum fyrir. Fagrar meyjar voru í fylgd hans. Það voru stundir dagsins, sem fluttu mönnum yndi og athafnir. En yf- ir þessu blikaði morgunstjarnan eins og fingur, sem vísaði á veginn vestur um heim allan.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.