Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 7
UNGA ISLAND 111 Óxarárfoss. bænum Vatnskoti. Þar eiga heima feðg- ar tveir, hinir mestu hagleiksmenn, Símon og Pétur sonur hans. Það var Pétur sem smíðaði sleða og setti í hann gamlan flugvélarhreyfil og þaut svo eins og fugl flýgi yfir snæþakið land- ið í fyrravetur. f Vatnskoti voru beit- arhús áður fyrr frá Prestssetrinu. Um hálftíma gang austur þaðan er Vellan- katla. Það er allmikil vík og þangað er góður bílvegur frá Þingvöllum, en úr því mjög slitróttur. 1 vatnsröndinni alla leið þangað höfum við tekið eftir því, að tært vatn ólgar og vellur út í vatnið um ótal sprungur ogholur, og þó mest í Vellankötlu, þar af er nafnið. Þetta er leysingar- og rigningarvatn, sem fallið hefir á jörðina norður um hraunin og fjöllin,, og kemur jafnvel alla leið frá Langjökli. Nú er það orðið hreint og tært á leið sinni gegn um hraun og önnur jarðlög og alltaf með sama hitastigi, hvort sem kalt er eða heitt í veðri, um 4° C. Meðfram allri ströndinni eru hólmar og sker, og skammt uppi í hrauninu frá Vellankötlu eru tvær snotrar tjamir milli hraun- hólmanna. Nú skulum við halda suður með vatninu. Allhá brekka er á vinstri hönd, sem nær alveg niður að vatninu, er sunnar dregur, ofan við hana er Hrafnagjá. Þessi staður heitir Gjár- endar. Skógurinn er svo þéttur, að sein- farið er um hann, og auðsjáanlega í örum vexti. Árssprotarnir á kvistunum teygja sig upp í loftið, fagrir og bein-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.