Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 12
116 UNGA ISLAND og sásí ekki meir. Gosmökkurinn hvarf einnig, en glamparnir héldu áfram með stuttu millibili, lýstu upp baðstofuna og létu börnin greina föl andlit hvors annars í hinum flökktandi bjarma. Þau héldust í hendur í dálitlum ótta. Það var sem þau skynjuðu einhvern ó- hugnað læðast á tánum í kring um sig. Óhugnað, sem birtist með dularfullu skóhljóði á bak við mann, líkt og ein- hver sé að sitja um færi að komast að manni óvörum og gera manni illt. — Mamma, gef mér ljós. Það var Skúli, sem bað, en mamma var enn þá að mjólka, svo að hann þrýsti sér enn þá fastar upp að Siggu, — og svo héldu þau áfram að stara út í rökkrið. Ef til vill voru, einmitt á þessu augnabliki, margar fjölskyldur að yfirgefa heimili sín í ofboði og skelf- ingu, til að bjarga lífinu. Ef til vill voru, einmitt núna, margir jafnaldrar þeirra grátandi af hræðslu, og ef til vill voru, á þessari stundu, margar varnarlausar skepnur að verða jökul- eða hraunflóðinu að bráð. Börnin gerðu sér þess ekki grein. Hugsuðu kannske ekki á þá leið; en samt sem áður lá sú hugsun í loftinu kring um þau og þau önduðu henni að sér með ótta- blandinni tilfinningu, þarna, sem þau stóðu við gluggann. Þau vissu ekki enn hvar þetta gos var, eða hve miklar ógnir það gæti komið til með að hafa í för með sér. Þau sáu aðeins, að það virtist \7era nokkuð langt í burtu frá þeim. Meira vissu þau ekki. Meira vitið þið ekki, en sá, sem eitthvað vill vita, verður að lesa og spyrja. Það er ekki hægt að vera maður, nema að vita mikið. X. Réttadagur. Daginn eftir hvíldi grámóða yfir dalnum. Sást aðeins rétt út fyrir túnið, niður á eyrarnar, og á stétt bæjarins var sporrækt af öskufalli. Nú er það ekki tilgangur þessarar sögu að rekja sögu eða atburði þessa eldgoss. Við megum ekki vera að því í þetta sinn. En þeim til gamans, sem meira vilja um þetta vita, skal þess getið, að um þetta gos hefir verið skrif- uð stórfróðleg og skemmtileg bók og fjöldi greina, þar getið þið lesið um það. Þetta var síðasta Kötlugos, árið 1918. Nei, það er hreint ekki meining- in að segja ykkur neitt meira um þetta eldgos, og það er heldur ekki meining- in að lýsa þessu hausti, sem í hönd fór eða komandi vetri. Þó var þetta haust afarþýðingarmikið haust í sögu heimsins og sögu landsins okkar, ís- lands. 1. desember þetta ár gerðist t. d. dálítið merkilegt, sem snertir bæði mig og ykkur. En það segi ég ekki. Þið getjð spurt pabba ykkar eða mömmu, kennara ykkar eða á einhvern annan hátt leitað ykkur upplýsinga um það. Það eru aðeins þrjú börn uppi í Starardal, sem þessi saga getur sagt frá og þau vita þetta allt saman. Dagarnir héldu áfram að líða og með hverjum nýjum degi, sem leið, uxu börnin að viti og vexti. Bensi og Skúli Bjartmar héldu áfram að vera vinir og Sigga systir hélt áfram að verða stór. Þessi vetur leið og síðan sumar, annar vetur — og sumri hallaði á ný. Allt gerðist þetta án nokkurra veru-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.