Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 19

Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 19
UNGA ÍSLAND 123 „Jæja, litli karlinn! Nei, hér er það ég, sem ræð!“ sagði höfðinginn og glotti illilega. „Framvegis verður þú hjá mér — og frá Bartollini sleppur þú ekki svo auðveldlega.“ Alla nóttina, meðan Ulrik lá í skít- ugu Tatara-tjaldinu, sveif þetta illi- lega glott fyrir sjónum hans — og það fór hrollur um hann. Hvað skyldi nú ske? Og hvar voru Niels og Henning? TJlrik Löve gerist trúður. Ulrdí kom ekki dúr á auga um nótt- ina, þrátt fyrir þreytuna. Það voru allt annað en skemmtilegar hugsanir, sem ruddust um í höfði Ulriks litla. „Mikið fram úr skarandi gat hann alltaf verið óheppinn! Nú var hann fallinn í hendurnar á hreinum og bein- um þorpurum. En hvað ætluðu þeir annars að gera? Hvað ætluðu þeir sér með hann? Hann hafði varla tuskur til að vera í, svo að enginn gróði var að ræna hann. — En ef til vill átti að kenna honum að stela. Hann hafði heyrt, að þorparar heima í Noregi stælu börnum og flökkuðu með þau stað úr stað og gerðu þau að reglu- legum þjófum. Ulrik svall móður — reiðin sauð í honum. „Þeir skyldu ekki komast langt með hann, það skyldi hann sýna þeim! Strax og hann sæi sér færi, skyldi hann strjúka frá þeim, og þá skyldi hann fara beint til lögreglunnar og kæra þennan óaldarflokk — þetta hyski! En ef til vill var ekki svo auðvelt að sleppa frá þeim. Ef til vill myndu líða margir dagar — eða vikur, þar til honum gæfist færi á að sleppa.“ Hon- um hraus hugur við tilliugsunina. Hann lyfti höfðinu til að sjá, hvort ekki væri mögulegt að iæðast burtu núna, meðan allir svæfu. En þá sá hann tvö stór, svört, tindrandi augu, sem störðu á hann. Þau tilheyrðu ein- um tataranum, sem hafði fengið skip- un um að vaka yfir honum — gæta hans, svo að hann ekki læddist burtu um nóttina. Ilöfuð hans hneig niður í óhreint bælið, og hann gaf sig aftur á vald sínum dapurlegu hugsunum. „Hvernig skyldi þetta allt enda?“ Tár runnu kyrrlátlega niður kinnar hans. Uh! Nei, hann myndi aldrei sleppa frá þeim — aldrei framar fá að koma heim til pabba og mömmu — til pabba og mömmu. Þannig lá hann alla nóttina, þangað til lýsti af degi, og alltaf störðu svörtu augun á hann. En loks, þegar liðið var að morgni, var hann orðinn svo ör- magna, að hann féll í svefn. En þessar ömurlegu hugsanir fylgdu honum inn í svefninn. Ilann dreymdi tatarahöfð- ingjann, illúðlega glottið og pískinn, og öðru hvoru hljóðaði hann upp úr svefninum. Hann fékk að sofa aðeins stutta stund. Hann vaknaði við, að ýtt var við honum, og þegar hann opnaði aug- un, mætti hann þessum nístandi svörtu augum, sem hvílt höfðu á honum alla nóttina. „Á fætur með þig!“ skipaði tatar- inn. „Vor mikli höfðingi óskar að tala við þig.“ Ulrik glaðvaknaði undir eins, en var utan við sig. Hann reis á fætur og fylgdi tataranum viljalaust eftir út úr tjaldinu. Þegar hann kom út, sá hann alla í önnum, — sumir æfðu sig í að ganga á höndunum, einn gekk á línu, nokkrir

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.