Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 18

Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 18
122 UNGA ÍSLAND Þrír vinir. Þýtt Mart. Magnússon. Frh. Meðal Tatara. Ulrik Löve kom allt í einu auga á ljós í fjarlægð, sem skein svo skært gegn um myrkrið. Hann gleymdi alveg þreytunni og tók á sprett. Iiann nálgaðist ljósið meir og meir, og sá loks að það var bál, og í kring um það reikuðu dökkar verur. Hverjir gátu þetta verið? Hann hafði varla hugsað þessa hugs- un til enda, er einhver spratt upp rétt hjá honum. „Stansaðu! Hver ertu?“ Ilann kom til Ulriks. „Hverra erinda ert þú hér?“ „Ég ætlaði til Fladstrand. Er langt þangað enn þá?“ „Fladstrand! Aha, hún er nú ekki á þessum slóðum, drengur minn. — En komdu með mér að bálinu, svo að við getum athugað þig.“ Svo dró hann Ulrik með sér að bál- inu. Sumir stóðu, en aðrir lágu kring um bálið. Þarna voru karlmenn, konur og hálfnakin börn. Öll andlitin voru dökk og villimannsleg. Nokkrir rifu í sig kjöt — ekki með hníf eða gaffli — bara með höndunum. Ung stúlka stóð og barði bumbu, en flestir mösuðu hver upp í annan. — Ulrik sá nú, að hann var kominn meðal Tatara — og þeir klipu hann, smelltu með fingrunum og hlógu framan í hann. Alveg utan við sig af öllu þessu, var hann færður fyrir foringja flokksins, sem sat með krosslagða fætur og bar eins konar kápu yfir öxlunum. Ulrik varð nú að segja þeim sína sögu, en það var sýnilegt, að þeir trúðu honum ekki. Þeir hlógu allir — skellihlógu. „Þú lýgur!“ hrópuðu þeir og hlógu svo enn meira. „Þú lítur fremur út fyrir að vera einn af oss,“ sagði kerling, sem sat og reykti úr langri pípu. Ulrik þaut upp. Ilann hefði getað klórað augun úr kerlingunni fyrir þessi orð. En þegar hann svaraði gremju- þrungnum rómi, small ól yfir herðarn- ar á lionum — og augu foringjans skutu gneistum. Ulrik ætlaði að ganga sína leið — þarna kunni hann ekki við sig. En þeir komu honum skjótt í skilning um, að hann skyldi vera kyrr. Önnur kerl- ing hvíslaði því að foringjanum, að drengurinn liti engan veginn út fyrir að vera Tatari. „Fínt blóð, fínt blóð er það,“ taut- aði hún. „Hafi hann strokið að heiman — þá mikla lausnarpeninga!“ Höfðinginn kinkaði kolli við orðum kerlingar og skipaði nokkrum manna sinna að fara með Ulrik inn í tjald, sem búið var að slá upp. „Þeir ætla ekki að sleppa mér! Þeii' ætla að taka mig til fanga! laust nið- ur í huga Ulriks, og hann ætlaði að taka til fótanna. En þá small ólin aft- ur um herðar hans, og hann hneig nið- ur. r Munið að borga Unga Island.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.