Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 6
Lög'berg. Ármannsfell í baksýn.
hyldjúpt, blágrænt og tært eins og í
öllum gjám hérna. Þetta er Skötutjörn.
Um nafnið er þessi þjóðsaga:
Einu sinni fyrir löngu var gjá, er lá
undir búrgólfið á prestssetrinu. Ef
rennt var færi í gjána veiddist silung-
ur, en álög voru það, að ekki mátti
veiða meira í senn en sem svaraði nógu
í eina máltíð handa öllu heimilisfólkinu.
Var þess og vandlega gætt. Nú kom
þar að, að prestaskipti urðu og var nýi
presturinn ákaflega ágjarn. Dregur
hann nú upp silung úr gjánni í búr-
gólfinu og er hann hefir veitt nóg i
máltíð, rennir hann enn. Kemur þá á
öngulinn skata og var hún með níu höl-
um. Verður klerki allfelmt við; þrífur
skötuna, hleypur sem fætur toga aust-
ur túnið og kastar henni í tjörnina.
Seinna átti skatan að hafa veiðst suð-
ur á Reykjanesi. En eftir þetta tók
fyrir alla veiði í búrgjánni og hefndist
presti þannig fyrir ágirnd sína.
Þegar við erum búnir að koma okk-
ur fyrir í tjaldi okkar skulum við fara
að litast um. Fyrir suðvestan okkur
gengur allmikið nes út í vatnið. Það
heitir Lambhagi. Fyrir garði afar-
fornum sést, þvert yfir hann ofanverð-
an. Hafa lömb verið geymd í nesinu
ef til vill eftir fráfærur á vorin. Fram
með ströndinni eru víða litlir hólmar
og sker, vogar og víkur, sem spegla
birkihríslur og klettaborgir, þegar
logn er og bjart. Ef við höldum austur
með vatninu komum við bráðlega að