Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 17
UNGA ÍSLAND 121 Matarsalt. í tyrolska æfintýrinu, sem prentað er á öðrum stað hér í blaðinu, er gef- ið í skyn, að gamli konungurinn hafi þá fyrst lært að meta saltið, er honum var borinn ósaltaður matur. Og flest munið þið kannast við að lítið saltaður eða ósaltaður matur er ekki lystugur. Salt hefir mjög bragðbætandi áhrif á matinn. Nú skulið þið samt ekki halda, að salt sé eingöngu gagnlegt okkur mönn- unum sem krydd til smekkbætis! Því fer fjarri. Matarsaltið (eða Klórna- tríum, eins og það er kallað í efnafræð- inni) er eitt af þeim mörgu steinefn- um, sem mannlegum líkama er lífs- nauðsyn að hafa nægilegt af. Án salts- ins getur líkaminn ekki starfað, efna- skiptingin truflast, frumur líkamans visna og þorna og afleiðingin vei'ður veikindi og dauði. Þjóðir, sem aðallega nærast á fæðu úr dýraríkinu, eins og til dæmis Græn- lendingar, sakna lítið sem ekkert salts- ins sem slíks. En það er vegna þess, að í blóði og vessum kjötsins, sem þeir borða mikið af, er nægilegt af salti til þess að viðhalda heilsu og lífi. Því er það, að ef Grænlendingar eign- ast matarsalt, þá nota þeir það ekki eins og við, til að salta mat sinn með. Nei, þeir borða það sem sælgseti, rétt eins og við t. d. boi’ðum ávexti! Það er aðeins gefið góðum gestum, sem að garði koma og þykja einhverjar hinar bestu veitingar. Aftur á móti verða þær þjóðir, sem lifa á akuryrkju og nærast því mest á mjölmat, að afla sér saltsins sér- staklega til þess að salta mat sinn með, þannig að bæði smekk og þörf líkam- ans verði fullnægt. Hjá slíkum þjóðum er saltið mjög mikils metið og á fyrri dögum, meðan erfiðara var um vik en nú að afla þess, voru saltnámur mjög eftirsóttar og oft orsök til blóðugra bardaga. Saltnámur þessar eða salt- lög myndast þar, sem sjór hefir þoi-n- að upp en saltið orðið eftir. Slíkar salt- námur eru víða um heim. En þar sem saltlög ekki finnast var og er oft enn notuð sú aðfei'ð til að afla saltsins, að veita sjó í sérstakar þar til gerðar þrær. Þegar svo vatnið úr sjónum guf- ar upp, verður saltið eftir á botninum. í heitum löndum veldur sólin auðvitað uppgufun vatnsins. Hér á landi ætti, að því er virðist, að vera fyrirhafnarlítið að afla nægi- legs salts fyrir okkur íslendinga, með því að nota hverahita í stað sólskins, t. d. á Reykjanesi væri slíkt mjög auð- velt. Fýrr á öldum, meðan ekki var eins auðvelt að ná í saltið og nú, var farið eins spart með það og unnt var. Það var geymt í dýrindis ílátum og hið mesta virðingarsæti við matborðið, var að sitja hjá saltbauknum. I sjálfri Biblíunni er mannkosta mönnum líkt við „salt jarðar“, og hjá mörgum frum- þjóðum er sá gestur fi'íðhelgur, sem neytt hefir salts húsbóndans. Af öllu þessu verður það séð, að gjöf yngstu konungsdótturinnar var ekki svo fjarri sanni, eins og í fljótu bragði getur virst. „Drengir mínir“, sagði presturinn, „getið þið sagt mér, af liverju það er rangt að eiga tvær konur ?“ Drengimir kikuðu við að svara, þangað til einn þeirra segir: „Enginn getur þjónað tveimur herrum“.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.