Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 16
120 UNGA ÍSLAND varð hann fokvondur og sagði, að gjöf hennar sýndi glöggt, að hún væri heimsk og nísk, og að lokum skipaði hann henni á burt úr höllinni og bann- aði henni að koma nokkru sinni fram- ar fyrir sín augu. Vesalings yngsta dóttirin fór burt, hrygg í huga og vissi hún ekkert hvert hún skyldi halda. Hún gekk lengi lengi og var orðin bæði svöng og þreytt, er hún loks kom að greiðasöluhúsi nokkru. Þar fékk hún að vera gegn því, að hún hjálpaði húsmóðurinni við eldhússtörf- in. Húsmóðirin var mjög fær mat- reiðslukona og kenndi hún kóngsdótt- urinni list sína. Kóngsdóttirin var iðin við námið og leið ekki á löngu áður en hún var farin að búa til enn bragð- betri mat en húsmóðirin sjálf. Það fór nú brátt að berast um nágrennið og víðar, hversu maturinn á matsöluhúsi þessi væri ljúffengur og vel frambor- inn. Jókst aðsókn að staðnum mjög og hann varð æ þekktari og þekktari. Að lokum barst orðrómur þessi til eyrna konungsins, en hann var matmaður mikill og gerði nú þessari frægu mat- reiðslukonu boð um að koma til hallar- innar og framreiða kræsingar í brúð- kaupsveislu dætra sinna. Því að nú voru báðar eldri dætur hans trúlofaðar konungssonum frá nágrannaríkjunum, og átti að vera mikil veisla, er þær giftust. Konungsdóttirin hlýddi óðara boði föður síns og fór til hallarinnar. Er að veislunni kom var hver rétturinn öðr- um betri, sem fyrir gestina var bor- inn, enda geðjaðist þeim vel að þeim og kepptust við að lofa þá. Síðast var borinn fram uppáhaldsréttur konungs- ins. Var það steikt gæs. Konungurinn fékk sér stórt stykki, en er hann setti upp í sig fyrsta bitann brá honum held- ur en ekki í brún, steikin var ósöltuð. Konungurinn varð reiður og skipaði að kalla á eldabuskuna, þar sem matur- inn væri óætur. Var nú kóngsdóttirin sótt og gekk hún ótrauð fyrir kon- ung. „I-Ivers vegna hefir þú svikist um að salta uppáhaldsréttinn minn,“ spurði konungur byrstur. Stúlkan svaraði: „Þú rakst yngstu dóttur þína á burt, herra konungur, vegna þess að hún áleit salt hollt og nauðsynlegt. Ég hélt því, að þú vildir ekki hafa salt í mat þínum.“ Þegar konungur heyrði þessi orð þekkti hann dóttur sína, sem hann hafði saknað mikið, bað hana afsökun- ar á þeim órétti, sem hann hefði sýnt henni og sagðist nú vita, að án salts gæti hann ekki lifað. Hann bauð henni nú að setjast hjá sér og tjáði henni, að hún myndi erfa ríkið eftir sinn dag, þar sem systur hennar væru nú giftar konungssonum og myndu seinna verða drottningar í nágrannalöndun- um. Síðan var veislunni haldið áfram. Var étið og drukkið, dansað og leikið sér fram eftir allri nóttu. Skemmtu sér allir hið besta og ekki hvað minnst kóngurinn, sem hafði heimt dóttur sína heim aftur. (Þýtt). Frúin (við nýja vinnukonu): Maður- inn minn fer því miður alltaf mjög snemma á fætur og drekkur morgun- kaffi klukkan sex. Vinnukonan: Það gerir mér ekkert til, ef hann hefir ekki hátt á meðan hann er að hita kaffið. Ég er svefnstygg og á bágt með að sofa.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.