Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 11
UNGA ISLAND 115 Seg mér: Hver ástríkum örmum í upphafi lífs þig vafði hlýtt? Hver þerrar tárin af hvörmum ? Og hver svæfir börnin svo blítt? Mamma mig ástríkum örmum í upphafi vafði mjúkt og hlýtt. Hún þerrar tárin af hvörmum, og hún svæfir börnin svo blítt. Mömmu í ástríkum örmum er ætíð svo friðsælt, sólbjart og hlýtt. Þar gleymi ég hugraun og hörmum, og höfuð mitt hvíli ég rótt og blítt. J. V. sumri eða vetri, í björtu eða dimmu, þá höfum það alltaf hugfast, að þar megum við ekkert hafast neitt það að, er kastað geti rýrð á staðinn eða okk- ur sjálfa, „því sá staður sem þú stend- ur á, er heilagur“. Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku. Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku ritar greinina um Þingvelli. Hjörtur er lesondum blaðsins að góðu kunnur. Hann er borinn og barnfæddur í Þingvallasveit, endá er hann manna fróðastur um hinn fornfræga sögu- stað. Hjörtur ann útilífi og- náttúruskoðun af alhug. Lesið þið greinina með athygli, þá verðið þið margs fróðari um Þingvelli, en það ber hverjum íslendingi að vera. Sendu afgreiðslu blaðsins greiðslu fyrir blaðið þitt, og athugaðu í nœsta hefti, hvort nafnið þitt er prentað með- al hinna skilvísu kaupenda. STEFÁN JÓNSSON: VINIR VORSINS. Framhald. Þær hlógu. — Uss, góða mín, hvaða bull er í þér núna. Þú hefir eitthvað tekið vit- laust eftir því, sagði mamma hennar. — Það er ekkert víst, að hún hafi tekið vitlaust eftir, greyið. Ég held það sé nú ekki allt í sómanum, sem þau lesa og þeim er sagt í þessum skóla, sagði Gunnsa frænka. Skúli Bjartmar lagði ekkert til þess- ara mála. Honum kom þetta ekki við. Auðvitað hafði mamma rétt fyrir sér. Síðan fóru þær út að mjólka, mamma og Gunnsa frænka. Bömin stóðu kyrr í sömu sporum. Sigga var óánægð við mömmu sína; fannst hún hafa brugðist sér. Því hafði hún rengt hana? Þetta var þó alveg satt. Mamma var ekki eins ó- skeikul eins og hún hafði trúað. Nú var hún viss um, að þetta var ekki raunverulegur eldur. — Alveg viss. Mamma bara vissi ekki betur. Eitthvert allra mesta eldgos hér á íslandi var árið 1783. Ég hefi lesið um það í íslandssögunni minni. Þá dóu mörg þúsund manns af því að þeir fengu ekkert að borða, sagði Sigga. — Af hverju fengu þeir ekkert að borða ? — Það var enginn matur til. Fólkið borðaði jafnvel skóbætur. Hún hélt áfram að segja honum frá ógnum eldgosanna, meðan rökkrið þétt- ist, og smám saman rann dalurinn þeirra og fjöllin þeirra og þeirra eig- inn bær saman við rökkur kvöldsins. Sökk á kaf í hið mikla djúp húmsins

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.