Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 8
112 UNGA ÍSLAND vaxnir. Ef bjart er veður og við höf- um nægan tíma, sltulum við ganga upp á Arnarfell. Þaðan er ljómandi fögur útsýn yfir nágrennið, svo að það marg- borgar það litla erfiði, sem það kostar. Þegar við komum ofan af fjallinu, skul- um við halda norður með Iirafnagjá. Stundum getum við gengið eftir botni hennar, en víðast er það ógreitt og seinfarið, því að enn þá meira er hún hrunin saman en Almannagjá. Þá er þar margt að sjá: Unaðslegar lautir og holur, vaxnar stórgerðu blómgresi og burknum, þar sem birkilimið slútir yfir, ferlegir hamraveggir með margbreyti- legum syllum og stöllum, og alls konar einkennilegum tindum og turnum. Ef við fylgjum gjánni þar til hún endar, norður undir Hrafnabjörgum, getur skeð að við rekumst á fjárhella, sem notaðir voru sem beitarhús frá bæjun- um í Þingvallahrauni. Einhvern dag- inn skulum við bregða okkur upp í Al- mannagjá. Og nú förum við suður gjána, fram hjá þar sem vegurinn ligg- ur ofan í hana. Þar fyrir sunnan heitir hún Hestagjá — þar voru oft geymdir hestar áður fyr. — Hún er öll grasi gróin í botninn, greiðfær og stórfeng- leg. Syðst lokast hún af berghafti og þar er skarð í austurbarm hennar, auð- velt útgöngu. Göngum við niður barm- inn opnast gjáin enn á tveim stöðum, nokkurn spöl. Héitir hún þar Hrútagjá og Lambagjá. Þar er kafgresi, veður- sæld mikil og friðsælt. Þegar hér er komið, skagar nes allmikið austur í vatnið, gegnt Lambhaga, Rauðukusunes — og víkin þar á milli heitir Hálfdán- arvík. Kennd við prest, sem þar er sagt að hafi drukknað. Nesið er vaxið fjalldrapa, víði og lyngi, og því eru víða fallegar lautir og hvammar. Okkur mun furða á því, að norðanvert við það eru rofabakkar að vatninu og torf í botni. Það er frá þeirri tíð, er land var hér hærra. I annálum er getið um það, að árið 1789 hafi komið jarðskjálfti og land sigið hjá Þingvöllum um 2 fet. Áður en það skeði, lá alfaraleiðin ekki eftir Al- mannagjá, heldur hér meðfram vatn- inu og yfir Öxará fyrir sunnan Þing- vallabæ og austur yfir ofanverðan Lambhaga. Sjást og greinilega fornir götutroðningar víða á þessum slóðum, jafnvel í sléttum hraunklöppum, þar sem vatnið hefir ekki flætt yfir. Nú skulum við ganga Hallinn aftur heim að Þingvöllum. — En Hallur heitir hallinn af eystri barmi gjánna niður að vatninu. — Þar er nú víða að vaxa upp fagur skógur en var nálega alveg skóglaust fyrir nokkrum áratugum. Eftir að við höfum hvílt okkur eft- ir þessa ferð, skulum við ennþá leggja land undir fót. Aftur höldum við upp í Almannagjá t. d. nálægt fossinum. Litlu fyrir norðan fossinn er gamall garður þvert yfir gjána, þar fyrir norð- an heitir Stekkjargjá og eru þar tótt- ir af stekk frá Þingvöllum. Nyrðst úr Stekkjargjá liggur langistígur upp á efri gjábakkann, flórlagður vegur, eft- ir gjáarsprungu. Þar getum við líka farið austur úr gjánni og gengið norð- ur Fögrubrekku, en svo heitir Hallur- inn hér, allt inn að Leirum, — flötun- um þar sem tjaldborgin stóð um Al- þingishátíðina. Norður af Stekkjargjá heitir Snóka og enn norðar Hvanna- gjá — hver annarri fegurri. Úr því kemur norður á móts við Leirá, fer Almannagjá að greinast í ótal sprung- ur, smáar og stórar uns þær hverfa alveg inn undir Bolabás, en svo heitir

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.