Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 15
UNGA ÍSLAND 119 Skúli Bjartmar. Það er ekkert hús svo stórt, að það nái upp í himininn, því ef það gei’ði það, þá gæti það rekist í sólina. — Sólin er nú ekkert nema hnött- ur, sagði Bensi. Skúli Bjartmar þorði ekki að mótmæla því. Hann var kann- ske ekki alveg viss um, hvað það var, að vera ekkert nema hnöttur. — Það er ekkert gaman að fara til Reykjavíkur segir Tobbi, stundi Skúli Bjartmar í vonleysi. — Jú, það er áreiðanlega gaman fyr- ir menn eins og mig. Þú mundir nú bara týnast þar. Fólkið er svo ógur- lega margt þar og enginn sem þekkir þig. Mig þekkja allir. Ég hef átt þar heima. — Er þá fólkið eins margt þar og féð í réttunum? spurði Skúli Bjart- mar. — Nei, kannske ekki alveg eins margt. Það er nú margt skal ég segja þér. — Ætli ég geti ekki talið það? Ég get talið upp í hundrað. — Hundrað! Það er hundrað sinnum hundrað sinnum hundrað. Það er ég viss um. — Nei, það er ekki hundrað sinnum hundrað sinnum hundrað. Svo mörg hundraö sinnum eru ekki til. — Ógnar flón ert þú, sagði Bensi, það er til hundrað sinnum hundrað sinnum hundrað sinnum hundrað og hundrað sinnum það. Nú þorði Skúli Bjartmar ekki að mótmæla, Bensi var svo gáfaður. — Er ekki annars voðalega gaman í réttun- um, spurði Skúli Bjartmar. Bensi setti upp mikinn alvörusvip, er hann svaraði: — Jú, Það er nú ansi gaman, en Saga frá Tyrol. Einu sinni var konungur er átti þrjár dætur. Voru þær allar fallegar, góðar og bráðmyndarlegar stúlkur, og þótti konginum jafn vænt um þær allar. En hverja þeiri'a hann ætti, að láta erfa ríkið eftir sinn dag, vissi hann ekki. Hann treysti sér eklci til að gera upp á milli þeirra og taka eina fram yfir aðra. En að hafa þrjár drottningar í einu ríki vissi hann, að myndi leiða til hinna mestu vandræða. Hann hugsaði um þetta fram og aftur, og loks tók hann þá ákvörðun, að sú þeirra, sem hugsunarsömust væri, skyldi erfa kon- ungsríkið. Hann kallaði því dætur sín- ar fyrir sig og sagði: „Dætur góðar, mér þykir jafn vænt um ykkur allar og vildi ég helst, að þið gætuð allar orðið drottningar í ríki mínu eftir minn dag, en þar sem það getur ekki orðið hefi ég ákveðið að sú ykkar skuli erfa ríkið, sem gagnlegasta gjöf gefur mér á afmælinu mínu. Hugsið ykkur nú vel um og minnist þess að gjöfin verður að vera nauðsynleg og gagnleg." Á afmælisdegi konungsins færði elsta dóttir hans honum dýrindis klæðnað, sú næst elsta gaf honum skrautlegan hægindastól, en sú yngsta aðeins litla leirkrús fulla af salti. Konungi þótti gjafir eldri dætranna býsna góðar, en er hann sá, hvað sú yngsta kom með maður verður bara að passa sig á hrútunum með stóru hornin. Þessir ó- kunnu hrútar eru sumir svo voða mann- ýgir. Þeir stanga mann. Ég hef heyrt talað um hrút, sem stangaði mann, svo að hann dó. Frh.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.