Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 20

Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 20
UNGA ÍSLAND 12U voru að hressa sig við bálið, og nokkr- ir hnakkrifust. Hann var aftur færður fyrir höfð- ingjann, sem bað hann að segja, hvað- an hann væri. Ulrik endurtók söguna. ,,Það sanna — það sanna“, hvæsti höfðinginn. „Hefi ég ekki sagt, að ég trúi því ekki. En bíðum bara við, ég skal komast eftir, hvaðan þú ert, og þá skulu foreldrar þínir fá að borga laglegan skilding fyrir að fá þig aft- ur.“ Framh. Kennarinn: Ef einn maður getur byggt hús á 12 dögum, geta sex menn byggt það á 2 dögum. Skilurðu það, Páll litli. Páll: Já. Kennarinn: Geturðu nefnt mér hlið- sætt dæmi? Páll (hugsar sig um) : Ef eitt skip getur siglt yfir Atlantshafið á 6 dög- um, geta sex skip siglt sömu leið á ein- um degi. ★ Vilborg: Brúðurin var svo óstyrk meðan á hjónavígslunni stóð, að faðir hennar varð að hjálpa henni. Gróa: Jæja. Og nú nýlega hefi ég frétt, að hann hafi orðið að hjálpa þeim báðum. ★ Strákur: Ef ég væri guð, skyldi ég láta koma gott veður núna, svo að þú gætir þurrkað. sokkana mína. Móðirin: Ekki vantaði þig gáfurnar til þess, drengur minn, en það er nú svona, að það hefir ekki átt fyrir þér að liggja, drengur minn. ★ UNGA ÍSLAND Eign Raut5a Kross íslands. Kemur út í 16 slöu heftum, 10 sinnum á ári. 10. heftiö er vandaö jólahefti. Skilvísir kaupendur fá auk þess Almanak skólabarna. VerÖ blatSsins er at5eins kr. 2,50 árg. Gjalddagi blaCsins er 1. apríl. Ritstjórn annast: Amgrímur Kristjánsson og Kristín Thoroddsen. AfgreiCslu ogr innheimtu blabsins annast skrifstofa RauCa Krossins, Hafnarstræti 5, herbergd 16—17 (MjólkurfélagshúsiB). Skrif- stofutlmi kl. 10—12 og 2—4. Póstbox 927. ______PrentaC í ísafoldarprentsmiCju.____ — Ég er búinn að skipta um heimil- islæknir. Það var ekkert gagn orðið í honum Jóni gamla. — Jæja, ég man þó ekki betur en að hann hjálpaði manninum þínum vel, þegar hann fótbrotnaði. — Jú, það gerði hann reyndar. En þegar maðurinn minn datt niður kjall- arastigann á laugardaginn var, þá fót- brotnaði hann aftur. ★ Auglýsing: Hjarðmenn óskast til að gæta 500 kinda, sem tala spönsku. Einn dagur úr æfi SHIRLEY TEMPLE heitir ný bók um SHIRLEY TEMPLE, er kemur út í nóvembermánuði, í þýð- ingu Steingríms Arasonar, kennara. — I bókinni verða 16 stórar nýjar myndir af Shirley Temple — ásamt frásögn um, hvernig litla „stjarnan“ eyðir deginum. Verð kr. 2,50. Pantanir sendist til undirritaðs. ÓLAFUR ERLINGSSON, Pósth. 732 — Reykjavík.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.