Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 9
UNGA ÍSLAND 113 Almannagjá. stór og fögur skógarhvilft suðvestan í Ármannsfelli. Ef við erum duglegir, þá getum við gengið inn með fjallinu að sunnan og á Hofmannaflöt og Meyjarsæti, það er um klukku tíma gangur úr Bolabás. — Líka er skemmtilegt að ganga á Ármannsfell, þaðan er útsýn fögur, en það er nokk- uð erfitt og betra að hafa góða skó á fótum. Nú höfum við farið um mest af nágrenni Þingvalla, sem markverðast er. En auk þess, sem nú hefir verið talið, getum við farið heim á býlin í hrauninu, Hrauntún og Skógarkot, þó ekki sé þar nú lengur búið, en búið var þar fram á síðustu ár. Auðvitað verðum við að skoða sjálfa Þingvelli vel og rækilega, en ef þú hefir komið þar áður, þá geri ég ráð fyrir að þú vitir hvar Lögberg, Lög- rétta, Snorrabúð o. fl. er. Einnig þeir staðir sem það óhamingj usama fólk, sem hafði gerst brotlegt við lögin á miðöldunum, var tekið af. — Galdra- menn brenndir í Brennugjá, þjófar hengdir við Gálgaklett og konur, er báru út börn sín, drekkt í Drekkingarhyl. Nú skal ég minnast á, hvað við sjá- um af lifandi verum á þessu ferðalagi okkar. í vatnsgjánum lifir svolítið sil- ungsafbrigði, 10—15 cm. að lengd, svart á baki og Ijóst á kvið. Höfuðið er stórt og augun tiltölulega mjög stór — vegna þess hvað birtan er lítil í gjánum — og nefið snubbótt. Heldur eru þessar dvergbleikjur óásjálegar, enda eru lífskjör þeirra örðug. Stund- um hefir urriði gengið í Öxará, eink-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.