Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.10.1938, Blaðsíða 10
UNGA ÍSLAND m anlega seinni part sumars og á haust- in. Ef við erum á ferð um varptímann, getur vel verið að við finnum anda- hreiður í Lambhaganum og Rauðu- kusunesinu, eða í hólmunum, þar verpa oft ýmsar tegundir fugla, svo sem fiskiendur, hávella, urtönd, stokkend- ur o. s. frv. Líka verpir himbriminn þar stundum og svo krían upp úr miðj- um júní. Minnsti fugl okkar, músar- rindillinn sést stundum skjótast um urðarholur og gjáarsprungur, en ekki er auðvelt að finna eggin hans. Skóg- arþrösturinn syngur í byrkirunnunum og spóinn vellur á hólunum. Stórar og ófrýnilegar kongulær spinna vefi sína í gjánum og randa- flugan suðar í blómgresislautunum. Við fyrstu sýn virðist okkur landið bert og gróðurlítið. En þegar betur er að gætt, getum við fundið margar jurt- ir og blóm, og sumt af því fremur sjaldgæft. Á öllum syllum og út úr hverri sprungu vex svæflan, niðri í holum og gjótum getum við fundið burkna, bæði þríhyrnuburkna og þrí- laufung ásamt tóugrasi. Víða innan um mosann eru skollafingur og ef við erum heppnir getum við fundið fjögra- laufasmára. títi í hólmunum í vatninu vex hvönn — ætihvönn og geitla og svo hinn einkennilegi blóðkollur. Innan um skógarkjarnið í Ármanns- felli vaxa jarðarber og hrútaber. Skógurinn vex og breiðist út með hverju ári. Ef við aðgætum vel á skóg- lausum blettum t. d. innan og utan við túngarðinn í Hrauntúni, sjáum við ör- litlar birkiplöntur vera að teygja sig upp úr grasinu, upp í lífið og Ijósið. í Hallinum sunnan við Fögrubrekku sjáum við dökkgrænan blett, sem sting- ur í stúf við allt umhverfið, það er fjallafuran, sem var plöntuð þar fyrir rúmum 30 árum, bústin og þrifleg og í mikilli framför. En eitt verðum við að hafa hugfast er við göngum um þessar slóðir: Þetta er heUjvr staður og hann er friðaður. Þingvellir og ná- grenni þeirra er og á að vera helgi- dómur þjóðarinnar, þess vegna eru öll spjöll á náttúrunni dauðri og lifandi bönnuð með lögum. Við megum ekki slíta upp nokkurn jarðargróður, ekki velta grjóti eða brjóta greinar af hrísl- unum. Ekki drepa neina fugla eða ræna eggjum þeirra. Ef okkur langar til að taka jurt til að geyma í grasasafninu okkar, þá skulum við biðja umsjónar- manninn um leyfi til þess. Ég býst við að hann leyfi það. Nú höfum við skoðað staðinn dálítið um sumar, og við höfum séð hvað hann breytir svip eftir því hvort er sólskin eða rigning, dumbungur eða bjartviðri. Þó breytist svipurinn enn þá meir, þeg- ar vetrar að. Þegar mjöllin hylur allt, hangir á hverjum stalli og syllu, í trjám og hömrum og laufvana skógur- inn stendur upp úr fönninni. Aðeins sígrænn furulundurinn ber fallega af auðninni í kring. Norðankólgan hvín í klettunum og dansar faldafeyki við snjóinn. Fossinn er steyptur í klaka- brynju og grunnstingluð áin rennur milli skara. — Eða á kyrru vetrar- kvöldi, þegar hrímþokan leggst yfir landið. Þá er eins og allt fyllist dular- fullu kynjalífi. Klettar og drangar taka á sig fáránlegar myndir, tröll og ó- freskjur skæla sig og gretta framan í mann og skjóta manni skelk í bringu. Svo er þetta aðeins ósköp meinlaus steinn í hömrunum með snjóflyksu eða mosaskóf, þegar betur er að gætt. En hvort sem við komum á Þingvelli á

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.