Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 68
C3^<5m^D.inidÍ^E!.ir IFiijnviniIbogfsisofrh sjolbo.gftii.s0
Eftir Dr. Stefán Einarsson
I.
Sjötta júní síðastliðinn átti Guð-
mundur Finnbogason sjötugsafmæli.
Ekki efast eg um að vinir hins erna
afmælis-karls hafi sýnt honum verð-
ugan sóma á þessum merku tímamót-
um ævi hans.
E n g a r fréttir
hefi eg þó af
því haft á þess-
u m sambands-
litlu ritskoðun-
ardögum. S é ð
hefi eg þó, að
Guðmundi hefir
tekist að koma
út úrvali af
greinum sínum,
sem hann kallar
Huganir, og veit
eg að það hef-
ir verið honum
ærinn afmælis-.
fögnuður. Enn
fremur hefi eg
sannfrétt, að
hann hefir látið
af störfum sínum
sem bókavörður
Landsbókasafnsins, en ekki hygg eg
að hann hafi harmað það. Betur gæti
eg trúað að honum hafi fundist, að
hann væri nú fyrst að byrja nýtt líf
(eins og Ameríkumönnum finst, þeg-
ar þeir eru fertugir), það líf, sem
hann hefir altaf þráð, enda altaf lifað
öðrum þræði, en þó nokkuð bundinn
í báða skó af önnum dagsins. Þetta
er líf rithöfundarins, sem hann ætl-
aði sér að verða, þegar hann, smalinn
frá Möðrudal á Fjöllum, stóð óreynd-
ur, en til alls búinn, við byrjun
mentabrautarinnar fyrir meira en
fimtíu árum síðan.
G u ð m u ndur
varð meira en
r i t h ö f u n dur.
Hann varð leið-
beinandi samtíð-
ar sinnar á ótrú-
lega m ö r g u m
sviðum. Og hann
varð leiðtogi í
íslenskum þjóð-
ræknismálum. —-
Þetta fundu
Vestur - fslend-
ingar, og fyrir
því buðu þeir
honum vestur
um haf 1916. —
Guðmundur hef-
ir verið manna
fjölhæfastur og
lagt á svo margt
görva hönd, að
oft má ekki í
milli sjá, hvað hæst ber í starfsemi
hans. Þeim, sem þetta ritar, eru þó
hugþekkastir tveir þættir í starfi
hans: rannsóknir hans á íslendings-
eðlinu og auðgun og hreinsun ís-
lenskunnar. Fyrir hvorttveggja held
eg að nafn hans muni lifa meðan ís-
lensk tunga er töluð.