Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 108
84
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
bygt á þjóðlagi, en það er einsetuljóð
Sólveigar í Petri Gaut. Játar Grieg
það sjálfur, og dró heldur aldrei nein
dul á það. Eg hefi borið bæði lögin
saman, og verður ekki með sanni sagt,
að það sem hann tók að láni muni
miklu. Enda standa sönglög hans
alþýðulögunum svo miklu ofar, að
það þolir engan samanburð. En þótt
söngvar og hljóðfæraslagir Griegs
séu sungnir út úr sál hans sjálfs og
frá engum teknir, þá er andi þeirra og
hugblær samt þannig, að þeir héfðu
trauðla getað orðið til annars staðar
en í Noregi.
Eins og áður var bent á, mun það
litlum vafa bundið, að ást hans á
fögrum Ijóðum átti sinn þátt í því, að
hugur hans hneigðist svo mjög að
lýriskri sönglagagerð, enda valdi
hann sér ávalt fyrir tónyrkisefni hin
ágætustu kvæði. Þarf aðeins að
nefna, af mörgum, norsku skáldin
Ibsen, Björnson, Vinje, Garborg og
Kragh, og af þeim dönsku Andersen,
Drachmann og Paulsen. Við þetta
mætti bæta Göthe, Heine og fleiri
Þjóðverjum. Eg get ekki stilt mig
um að nafngreina örfá lög við kvæði
sumra þessara skálda, sem öll eru
ómenguð listaverk og hvert öðru
fegurra.
Við kvæði Ibsens má nefna, auk
laganna úr Pétri Gaut, Svaninn og
Vatnsliljuna og vöggusönginn úr
“Kongsemnerne”.
Lögin við kvæði eftir Björnson eru
mörg og erfitt að taka eitt öðru fram-
ar. Sem sýnishorn þeirra má benda á
Morgunn, Leynd ást, Fyrsta mótið
og Prinsessan.
Snemma á árum, þegar báðir voru
ungir, fóru þeir Grieg og danska
skáldið Holger Drachmann upp til
selja í Noregi að sumarlagi. Þar
kyntust þeir tveimur yndislegum
stúlkubörnum, sem þeir svo gerðu
ódauðlegar í Ijóði og söng (Ragnhild
og Ragna).
Árið 1880 gaf Grieg út safn af lög-
um, sem algengast eru kallaðir Vinje-
söngvarnir. Eru þeir allir við kvæði
eftir norska skáldið Asmund Olafson
Vinje. Meðal þeirra eru Vormorgunn,
Móðir mín og Á heimleið. Eru öll
lögin í þeim flokki hvert öðru feg-
urra og frumlegra.
Skömmu fyrir aldamótin kom á
prent kvæðaflokkur eftir Árna Gar-
borg, sem í íslenskri þýðingu hefir
verið nefndur Huliðsheimar. Grieg
orti sönglög við átta kvæðin, og seg-
ir hann svo sjálfur frá í bréfi til vinar
síns í Ameríku: “Viltu gjöra svo vel
og láta enska þýðarann skilja, að
kvæðin eru um skygna alþýðustúlku
og því í þjóðsagna stíl. Þau eru öll
með ósegjanlega hugfangandi feg-
urðarblæ og litbrigðum. Það getur
ekki hjá því farið, að þín glöggva
eftirtekt skynji, að þessi lög eru ólík
öllum mínum fyrri lögum. . .” Sum
þessi lög eru með því allra besta, sem
Grieg skrifaði, t. d. Hún var fögur og
björt á brá og Stefnumótið.
Meðal dönsku skáldanna kaus hann
sér oftast H. C. Andersen, ævintýra-
skáldið fræga, sem einnig var hið
innilegasta ljóðskáld. Er víst ekkert
af lögum Griegs oftar sungið en Je%
elsker dig, sem Grieg játaði sjálfur
að hefði verið ástarjátning sín t'*
frænku sinnar, Nina Hagerup, sem
hann kvæntist síðar.
Svona mætti lengi halda áfram, en
öllu verður að setja einhver takmörk-