Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 96
72
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
til að fræðast um upphaf allra hluta.
Vala, hinn mikli spásagnarandi, eða
þrír jafnsnjallir þjónar hennar (Hár,
Jafnhár og Þriðji) bera fram heims-
mynd, sem fræðimenn telja sniðna
eftir grískri fyrirmynd (Hesiod) en
litaða af staðháttum og samtíð. A
morgni tilverunnar, áður en sjáifur
Ýmir varð til, var hvorki til sandur
né sær, himin né jörð, heldur aðeins
autt svæði eitt mikið er nefndist
“Ginnungagap.” Að norðanverðu við
gap þetta var Niflheimur, heimkynni
ísa, þoku og snjóa, en að sunnan Mú-
spellsheimur, þar sem ljósið og sólin
áttu heima. Þar sem sunnanblærinn
blés um hrímið, myndaðist gufa eða
eimyrja, af henni spratt Ýmir, hinn
mikli faðir hrímþursanna. Ýmir
nærðist af mjólk kýrinnar Auðhumlu,
en sjálf lifði hún af því að sleikja ís-
molana sem féllu ofan í ginnunga-
gap, og þannig varð Búri einnig til
að kýrin sleikti hina söltu hrímsteina.
Búri gat son er Borr hét, en hann
varð faðir Óðins. Bræður Óðins voru
Vili og Vé. Þegar Óðinn var fulltíða
steypti hann forföður sínum Ými
frá völdum, og settist sjálfur að
stjórn. Síðan er jörðin mynduð úr
líkama Ýmis, sjórinn úr blóði hans,
fjöllin úr beinagrind hans, klettar og
klöngur úr tönnum hans, himininn úr
hauskúpu hans, og heili hans verður
að skýjum loftsins. Fjórir dvergar
mynda nú stoðir himinsins, eru það
þeir Austri, Vestri, Norðri og Suðri.
Tóku nú þeir Bors synir gneista þá
sem kastast höfðu úr Múspellsheimi
og mynduðu af þeim stjörnur lofts-
ins yfir Ginnungagapi. Heimurinn
fær nú nýtt nafn og nefnist Miðgarð-
ur vegna þess að hann er mitt á milli
eld-lands og ís-lands. Til þess að
vernda heiminn frá jötnum sem
bjuggu í Niflheimi mynduðu nú
Óðinn og bræður hans girðingu mikla
úr augnahárum Ýmis. Er þeir félagar
gengu um f jörur fundu þeir tvö reka-
tré. Úr trjám þessum sköpuðu þeir
Ask og Emblu, Adam og Evu hinnar
norrænu sköpunarsögu.
Þar sem áður var autt og tómt,
Ginnungagap, stendur nú askurinn
Yggdrasill, sem táknar lífið, tímann
og örlögin. Askurinn er allra trjáa
mestur og bestur. Þrjár rætur trés-
ins halda því uppi, og standa afar-
breitt. Tákna þær hver um sig afl
andans, efnisins og undirheimanna.
Ein þeirra er með ásum, önnur með
hrímþursum, en sú þriðja stendur
yfir Niflheimi. Ein þeirra dregur
vökva sinn úr Urðarbrunni, önnur úr
Mímisbrunni og sú þriðja úr Hver-
gelmi. Að rótum trésins falla einnig
árnar Svöl, Gunnþrá, Fjörm, Fimbul-
þul, Slíður og Hríð. Samnafn þeirra
allra er Elivágar, og renna þær allar
í suður.
Ræturnar þrjár halda Yggdrasil
uppi, en undir laufskrúði hans er Ás-
garður, heimkynni goðanna, Óðins
og hinna tólf ása. Þar stendur Val-
höll heimkynni hinna hraustu sem
féllu með sæmd í orustum, þar eru
Álfheimar, þar er Breiðablik, heim-
kynni Baldurs hins góða; þar er
Hliðskjálf, þaðan sem Óðinn getur
litast um og séð hvað gerist um heim
allan; þar eru Himinbjörg, bústaður
hins sterka Þórs, og þar, “á sunnan-
verðum himinsenda, er sá salur sem
er allra fegurstur og bjartari en sól-
in, er Gimli heitir; hann skal standa
þá bæði himin og jörð hefir farist