Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 157
ÞINGTÍÐINDI
133
ANNAR FUNDUR
Annar fundur þingsins var settur kl.
2 e. h. Fundargerð frá fyrra fundi lesin
UPP og samþykt í einu hljóði.
Forseti las bréf frá Sigurði Helgasyni
hljómfræðingi í Seattle, þar sem frá var
skýrt að söngfélagið “Harpa” hefði hætt
störfum sínum meðan á striðinu stæði,
eu héldi samt áfram að heyra til Þjóð-
ræknisfélaginu. Sveinn Thorvaldson
lagði til og Mr. Hillmann studdi að
Þessu bréfi sé veitt móttaka og það
skoðað sem skýrsla; tillagan var sam-
Þykt.
Skýrsla kjörbréfanefndar
Kjörbréfanefnd lagði fram skýrslu
sina; voru fulltrúar mættir frá eftiríar-
andi deildum:
1- “Brúin” í Selkirk, Man., fulltrúar:
Einar Magnússon, 20 atkvæði.
Mrs. S. G. ísfeld, 20 atkvæði.
Mrs. J. E. Eiríksson, 20 atkvæði.
2- “Esjan” í Árborg, Man., fulltrúar:
kfrs. María Björnson, 17 atkvæði.
Er. S. E. Björnson, 17 atkvæði.
Elias Elíasson, 16 atkvæði.
Björn Anderson, 16 atkvæði.
3- “isafold”, Riverton, Man., fulltrúar:
Árni Brandsson, 18 atkvæði.
“ísland”, Brown, Man., fulltrúar:
Jón J. Húnfjörð, 20 atkvæði.
• “Skjaldborg”, Mikley, Man., fullt.:
klrs. H. w. Sigurgeirson, 20 atkvæði.
“Snæfell” Churchbridge, Sask., fullt.:
Thor Marvin, 8 atkvæði.
• “Ejallkonan”, Wynyard, Sask., fullt.:
kórhallur Bardal, 20 atkvæði.
Báran” Mountain, N. D. Frá þessari
óeild voru fjórir fulltrúar mættir, sem
ekki höfðu umboð undirritað af for-
seta og skrifara eins og lög gera ráð
Jrir; en sökum þess að skrifari deild-
órinnar hefir tilkyrlt skrifara félags-
lns að þeir hafi verið löglega kosnir
sem fulltrúar þá leggur nefndin það
að þeir séu viðurkendir með þeim
^tkvæðum sem hér segir:
• G- Hillman, 20 atkvæði.
• T. Hjaltalín, 20 atkvæði.
• J. Jónasson, 20 atkvæði.
jörn Stefánsson, 20 atkvæði.
Auk framantaldra fulltrúa hafa allir
skuldlausir félagar aðalfélagsins og
deildarinnar “Frón” atkvæði á þinginu.
Skýrslan var undirrituð af Guðmann
Levy, Kristínu Johnson og Hjálmari
Gíslasyni. Mrs. E. P. Jónsson lagði til
og Thor Marvin studdi að skýrsla kjör-
bréfanefndar sé samþykt; var hún sam-
þykt í einu hljóði.
Þá voru lesnar upp skýrslur deilda.
Sveinn Thorvaldson las skýrslu ‘Tsa-
foldar”; ritari las skýrslu “Bárunnar”
frá Mountain, N. D., og skýrslu “íslands”
frá Brown, sömuleiðis skýrslu “Iðunnar”
frá Leslie, Sask. Dr. Sveinn Björnson
las skýrslu deildarinnar “Esjan” frá
Árborg, Thor Marvin las skýrslu “Snæ-
fells” frá Churchbridge.
Þórhallur Bardal skýrði frá hag “Fjall-
konunnar” að Wynyard og lagði Thor
Marvin það til en Mrs. Sigurgeirsson
studdi að greinagerð hans yrði samþykt
sem skýrsla, og var það gert.
Mrs. Sigurgeirsson frá Mikley las
skýrslu deildarinnar “Skjaldborg”, en
Hjálmar Gíslason skýrslu “Fróns” í Win-
nipeg.
SKÝRSLUR DEILDA
Ársskýrsla deildarinnar "Bóran"
fyrir árið 1942.
Deildin reyndi á þessu liðna ári, eins
og á undanförnum árum að hafa tilsögn
í íslenskum söng, bæði á Garðar og
Mountain. — Hafði Mr. Ragnar söng-
stjórn á hendi á báðum stöðum, með
aðstoð Miss Kathrynar Arason. Garðar
unglingaflokkurinn sýndi meiri áhuga
fyrir söngkenslunni, og sótti allar æf-
ingar vel, þegar veikindi ekki hömluðu;
sem varð til þess að hægt var að hafa
Concert með þeim kór á Garðar 22. ágúst
með aðstoð nokkurra sólóista (vocal and
instrumental). Mætti þar á meðal nefna
einn unglingspilt, 13 ára fiðluleikara,
Norman Guðmundsson frá Waukegan,
111., son Mr. og Mrs. S. W. Guðmunds-
son sem þar búa. Það voru allir hrifnir
af honum. Hann er áreiðanlega efni í
listamann á því sviði. — Við þökkum
honum fyrir ágætis hjálp við concertið,
og vonum að fá að heyra til hans oftar.