Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 105
EDVARD GRIEG
81
niðurstöðu, einkum móðir hans, og
var hann því fljótlega sendur þangað.
Hann var þá drengur á sextánda
eða sautjánda ári, og gekk inn í skól-
ann fullur af glæsilegustu vonum og
draumum æskumannsins. En hann
varð mjög vonsvikinn, þegar hann
varð þess vís, að kenslan var að mestu
Jeyti innifalin í leiðinlegum tón-
fræðigátum og hljóðfæraæfingum,
°g gekk því námstíminn í fyrstu í
dagdrauma og iðjuleysi. Um það bil
var kensla sumra kennaranna þar. tal-
óþarflega þur og andlaus, og há-
bundin hinum ströngustu lögum. Og
það sem Grieg gramdist ekki síst var,
að ekki var leyft að kenna neitt eftir
sum heimsfrægustu tónskáld, eins og
b d. Chopin og Wagner. Jafnvel
Schumann, sem þó hafði verið einn af
stofnendum skólans, var að mestu
leyti vanræktur. Reis síðar út af
þessu hin beiskasta deila, og greri
þar víst aldrei alveg um heilt, því
skömmu eftir síðustu aldamót las sá,
er þetta ritar, ritgjörð eftir gamla
Reinecke — þá í hárri elli — sem var
einn af aðal kennurum Griegs, og fór
kann þar heldur niðrandi orðum um
Grieg og verk hans, og vildi telja
kann smærra tónskáld en Arthur
Sullivan, Edward MacDowell og
f^eiri, sem stundað höfðu nám sam-
tímis 0g síðar á öldinni við hljóm-
fistarskóla í Evrópu.
^rátt snerist þó Grieg hugur, þeg-
ar hann sá ástundun sumra sam-
kekkinga sinna, og stundaði hann nú
námið af þvílíku ofurkappi, að heilsa
hans bilaði. Fór móðir hans þá suður
°S tók hann heim með sér. En brátt
skánaði honum samt svo, að hann
kvarf til baka, lauk náminu og tók
prófin með góðri einkunn. En heils-
una fékk hann aldrei aftur til fulls,
og í fjörutíu ár lifði hann með einu
starfandi lunga.
Eftir þetta æfði hann sig um skeið
í tónsmíðum undir umsjón hins fræga
tónskálds Niels Gade í Kaupmanna-
höfn. Skrifaði hann sönglög og ann-
arskonar tónverk af kappi.
Þegar hann var tuttugu og eins árs
gamall trúlofaðist hann frænku sinni,
Nina Hagerup að nafni, sem var mjög
vel að sér gjör og ágæt söngkona. En
fjárhagurinn var svo þröngur, að
þau gátu ekki giftst fyr en að þremur
árum liðnum. Þau voru systkina-
börn og mjög samrýnd. Er þar meðal
annars talin ein aðal ástæðan fyrir
því, að hugur hans hneigðist svo mjög
að sönglögum, að hún hafði fagra og
laðandi söngrödd. Enda er svo sagt,
að enginn hafi sungið lög hans af
meiri skilningi og samúð en hún.
Hann skrifaði vini sínum svo á seinni
árum, að öll sín bestu lög væru samin
fyrir hana og hennar vegna, og að
þau væru sínar instu tilfinningar,
birtar í söng, sem sér væri jafn óeðli-
legt að kefja, og ef hann hætti að
anda.
Frá Danmörku fór Grieg heim til
Noregs og bjó næstu átta ár í Osló.
Hafði hann ofan af fyrir sér með
kenslu, söngstjórn og organleik í
kirkjum, jafnframt því sem hann
reyndi af fremsta megni að menta
þjóð sína í hljómlist. Fáir höfðu
um það bil öðlast skilning á verkum
hans, og er það jafnvel haft eftir þá
tilvonandi tengdamóður hans, sem
var fræg dönsk leikkona, “hann skrif-
ar tónverk, sem enginn vill hlusta á.”
Hinn fyrsti snillingur, sem tók eft-