Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 51
ALDARFJÓRÐUNGSAFMÆLI ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS 27
ríkjaþjóðinni í vináttu og virðing-.
ar skyni og, eins fljótt og ástæður
leyfa, komið fyrir á einhverjum opin-
berum stað í landi þar, helst í sjálfri
höfuðborginni; er frekari ráðstöfun
þess máls í höndum nefndarinnar, og
hefir Guðmundur dómari þá hlið
rnálsins sérstaklega til framkvæmda.
En sem stendur er afsteypan geymd
á merku þjóðminjasafni í Virginia-
ríki í Bandaríkjunum og skipar þar
góðan stað. Má bæta því við, að fyrir
Þjóðþingi Bandaríkjanna liggur þeg-
ar frumvarp um að veita afsteypunni
viðtöku og fá henni hentugan stað,
°g nær það væntanlega fram að
ganga að stríðinu loknu.
Kunni heimaþjóðin vel að meta þá
samvinnu, sem hér var um að ræða í
sambandi við þátttöku íslands á
Heimssýningunni, eins og fram kom
í símskeyti frá Hermanni Jónassyni,
þáverandi forsætisráðherra íslands,
Hl forseta Þjóðræknisfélagsins, dr.
Eögnv. Pétursson, 17. júní 1939;
“Á hátíðisdegi íslands á Heimssýn-
ingunni í New York votta eg forset-
anum, Þjóðræknisfélaginu og íslend-
ingum í Vesturheimi bestu þakkir
fyrir drengilega aðstoð við íslands-
sýninguna. Bestu kveðjur.”
Þess var og óskað, að fulltrúi frá
Þjóðræknisfélaginu tæki þátt í há-
Þðahöldunum á íslandsdaginn á
Heimssýningunni; var dr. Vilhjálm-
Ur Stefánsson fenginn til að koma
Þar fram fyrir hönd félagsins, en J.
Thorson, sambandsþingmaður,
flutti kveðju frá Canada við það
tækifæri; eru báðir þessir merkis-
’T'enn heiðursfélagar Þjóðræknisfé-
lagsins og hafa lagt starfi þess lið
með ýmsu móti.
Áður hafði félagið styrkt íslenskar
sýningar, er haldnar höfðu verið á
þjóðminningahátíðum í stórborgum
Bandaríkjanna, í New York (1921)
og Chicago (1926), og með þeim
hætti unnið að kynningu hinnar ís-
lensku þjóðar út á við í landi hér.
Með það fyrir augum lagði félagið
einnig ríflega $1,000.00 upphæð til
prentunar íslandssögu þeirri (Hi-
story oi Iceland), er norsk-ameríski
sagnfræðingurinn, próf. Knut Gjer-
set gaf út á ensku 1924, og mörgum
hefir að góðum notum komið, enda
er hún enn ítarlegasta rit um það efni
á enska tungu. (Smbr. grein mína um
höfundinn í jólablaði Lögbergs
1936).
Þá hefir það frá upphafi vega fé-
lagsins verið einn þátturinn í starf-
semi þess að láta í té upplýsingar um
ísland og vera á verði gagnvart kvik-
sögum um land og þjóð, sem til van-
virðu horfa eða tjóns. Má í því sam-
bandi minna á, hve skjótt stjórnar-
nefnd félagsins tók til andsvara, er
óhróðursgrein um ísland birtist ný-
lega í tímaritinu Time, og var þeirr-
ar afstöðu nefndarinnar, og annara
íslendinga vestur hér, er hölluðust
á þá sveif, minst þakklátlega í blöð-
um heimalandsins. — Fyrirlestrar
ýmsra stjórnarnefndarmanna um fs-
land á erlendum málum, fyr og síðar,
hafa einnig miðað í landkynningar-
áttina, og væntanlega hafa eigi öll
þau fróðleikskorn, sem þeir fyrir-
lestrar hafa haft að geyma um land
vort og þjóð, fallið í grýtta jörð.
Ýmsir aðrir félagsmenn hafa einnig
lagt þar hönd á plóg, þó eigi verði
það rakið nánar hér.
Skal þá aftur horfið að samvinn-